Réttur


Réttur - 01.01.1960, Side 35

Réttur - 01.01.1960, Side 35
R E T T U R 35 ur fyrst og fremst vegna þess, hve höfundur heldur honum í mikl- um fjarska. Þessar sögur Agnars voru báðar mikil og þörf nýjung í reyk- vískri skáldsagnagerð og spáðu góðu um áframhald, en nú hefur Agnar sem kunnugt er snúið sér að leikritagerð með ágætum árangri. En Gestur Pálsson benti einmitt á það á sínum tíma í fyrirlestri sínum um lífið í Reykjavík, að meinsemdir samfélags- ins yrðu máski helzt læknaðar með háðleikriti. Hann segir þar m. a.: „Háðið, nógu napurt og nógu biturt, hefur um allan aldur verið bezti læknirinn fyrir mannkynið." Olafur Jóhann Sigurðsson hefur skrifað tvær skáldsögur, sem gerast í Reykjavík, Liggur vegurinn þangað? 1940 og Gangvirkið 1955. Liggur vegurinn þangað? segir frá ungum manni, atvinnu- lausum og févana, er reynir árangurslítið að brjóta sér leið sem rithöfundur. Hann neyðist tvívegis til að selja sjálfblekung sinn fyrir mat. Hann firrist ástmey sína, af því að honum hrýs hugur við því að stofna til nýs lífs við þær aðstæður, sem hann býr við. Hann yfirgefur það sem honum er kærast til þess að vera einn um að sigra eigin þjáningu — eða bíða ósigur. „Hann grunaði ekki að þjáning hans var óaðgreinanleg þjáningum annarra, eins og aldan er óaðgreinanleg frá djúpinu. Og sá sem berst gegn sjálfs sín böli, án þess að berjast gegn böli annarra, vígir sig glötuninni." Baksvið sögunnar er atvinnuleysi kreppuáranna eftir 1930. Gangvirkið gerist í Reykjavík á útmánuðunum 1940 og lýkur, þegar landið er hernumið. Þetta mun vera upphaf að nýjum sagna- flokki. Sögumiðið er í rauninni ekki ósvipað og í sögunni Liggur vegurinn þangað? En sögurnar eru þó næsta ólxkar. Veldur þar mestu, að höfundur beitir nú meir fyrir sig skopi en alvöru, enda kallar hann söguna ævintýri blaðamanns. Stundum er skopið dálítið yfirspennt. Aðalpersóna sögunnar, Páll Jónsson, blaða- maður, er ákaflega saklaus og góður drengur. Því er frábærlega vel lýst, hvernig vegur salt í sál hans og líkama þráin til unnust- unnar og ábyrgðartilfinningin gagnvart lífinu, sem amma hans, Sigríður Pálsdóttir fyrrum yfirsetukona í Djúpafirði hafði innrætt honum. Þetta er öðrum þræði skopsaga launkímin ádeila á yfir- borðs- og sýndarmennsku, hvar sem hún birtist, hvort heldur er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.