Réttur - 01.01.1960, Page 35
R E T T U R
35
ur fyrst og fremst vegna þess, hve höfundur heldur honum í mikl-
um fjarska.
Þessar sögur Agnars voru báðar mikil og þörf nýjung í reyk-
vískri skáldsagnagerð og spáðu góðu um áframhald, en nú hefur
Agnar sem kunnugt er snúið sér að leikritagerð með ágætum
árangri. En Gestur Pálsson benti einmitt á það á sínum tíma í
fyrirlestri sínum um lífið í Reykjavík, að meinsemdir samfélags-
ins yrðu máski helzt læknaðar með háðleikriti. Hann segir þar
m. a.: „Háðið, nógu napurt og nógu biturt, hefur um allan aldur
verið bezti læknirinn fyrir mannkynið."
Olafur Jóhann Sigurðsson hefur skrifað tvær skáldsögur, sem
gerast í Reykjavík, Liggur vegurinn þangað? 1940 og Gangvirkið
1955. Liggur vegurinn þangað? segir frá ungum manni, atvinnu-
lausum og févana, er reynir árangurslítið að brjóta sér leið sem
rithöfundur. Hann neyðist tvívegis til að selja sjálfblekung sinn
fyrir mat. Hann firrist ástmey sína, af því að honum hrýs hugur
við því að stofna til nýs lífs við þær aðstæður, sem hann býr við.
Hann yfirgefur það sem honum er kærast til þess að vera einn um
að sigra eigin þjáningu — eða bíða ósigur. „Hann grunaði ekki
að þjáning hans var óaðgreinanleg þjáningum annarra, eins og
aldan er óaðgreinanleg frá djúpinu. Og sá sem berst gegn sjálfs
sín böli, án þess að berjast gegn böli annarra, vígir sig glötuninni."
Baksvið sögunnar er atvinnuleysi kreppuáranna eftir 1930.
Gangvirkið gerist í Reykjavík á útmánuðunum 1940 og lýkur,
þegar landið er hernumið. Þetta mun vera upphaf að nýjum sagna-
flokki. Sögumiðið er í rauninni ekki ósvipað og í sögunni Liggur
vegurinn þangað? En sögurnar eru þó næsta ólxkar. Veldur þar
mestu, að höfundur beitir nú meir fyrir sig skopi en alvöru, enda
kallar hann söguna ævintýri blaðamanns. Stundum er skopið
dálítið yfirspennt. Aðalpersóna sögunnar, Páll Jónsson, blaða-
maður, er ákaflega saklaus og góður drengur. Því er frábærlega
vel lýst, hvernig vegur salt í sál hans og líkama þráin til unnust-
unnar og ábyrgðartilfinningin gagnvart lífinu, sem amma hans,
Sigríður Pálsdóttir fyrrum yfirsetukona í Djúpafirði hafði innrætt
honum. Þetta er öðrum þræði skopsaga launkímin ádeila á yfir-
borðs- og sýndarmennsku, hvar sem hún birtist, hvort heldur er