Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 37
R É T T U R
37
láksson gaf út Vísnabókina til að klekkja á veraldlegum kveð-
skap, einkum amors og brunavísur, en allt kom fyrir ekki. A
vissu aldursskeiði virðist fólk beinlínis þurfa að lesa léttvægar
gamansögur, einkum ástarsögur, og íslenzkir danslagatextar heyra
orðið til lífsnauðsynja. Hitt er svo annað mál, að sjálfsagt er að
vanda til þeirra, og er vafasamt hvort sú afstaða er rétt hjá þjóð-
skáldum að láta leirskáldum einum eftir þá iðju. Ég hef áður látið
svo um mælt, að Kristján frá Djúpalæk hafi tekið upp rétta stefnu
í því máli og unnið þarft verk með danslagatextum sínum, og ég
hef ekki skipt um skoðun í því máli. Hinsvegar ber íslenzkum
rithöfundum vafalaust heiður fyrir að hafa skapað þá hefð, að
reyfaragerð sé ekki bókmenntaiðja.
Halldór Stefánsson er kunnastur fyrir smásögur sínar, en á
síðastliðnu ári (1959) kom út eftir hann skáldsaga, sem gerist
í Reykjavík: Fjögra manna póker. Efni hennar er svo nýtt af nál-
inni, að sumstaðar í henni er vitnað í nýliðna atburði, svo sem
uppgröft Miklubrautar og fiskveiðideiluna við Breta. Hún fjallar
annars um örlög fjögurra skólasystkina og er fremur sálfræðileg
en þjóðfélagsleg krufning. Þó er þarna vikið að þjóðfélagsvanda-
málum sbr. fjársvikamál Guðfinns hæstaréttarlögmanns og stjórn-
málaafskipti bankastjórans. Frá félagslegu sjónarmiði eru tvær
persónur þarna athyglisverðar: Aðalbjörn Guðfinnsson og Einar
Einarsson. Aðalbjörn er þarna fulltrúi hinna eigi allfáu þegna
höfuðborgarinnar, sem verða fyrir því óláni að vera einbirni auð-
ugra foreldra, hafa ekki nógu sterk bein til að þola góða daga og
fara í hundana. Einar er hinsvegar fulltrúi þeirra sem brjótast
áfram af eigin rammleik. Hann er heilsteyptur og óklofinn, veit
hvað hann vill og er ákveðinn í að komast áfram. Hann metur
störfin eftir því, hvað hægt er að hafa upp úr þeim. Þegar frama-
vonir hans í bankanum bresta, veigrar hann sér ekki við að gerasf
togarasjómaður, þótt hann hafi stúdentsmenntun. Þetta er persóna
sem á sér marga líka í veruleikanum og var þessvegna gaman að
fá inn í skáldsöguna. Allar aðalpersónur þessarar sögu eru annars
trúverðugir fulltrúar sinnar kynslóðar og umhverfis. Innskot þau
sem eru í sögunni frá meginsöguþræðinum finnst mér til bóta.
Þau bregða skýrara ljósi á það umhverfi sem sagan gerist í.