Réttur - 01.01.1960, Side 42
42
R É T T U B
þarf aðeins skynsamleg lög og haganlegar framkvæmdir. Benda
mætti á þetta: Sveitarstjórnir ættu að hafa forkaupsrétt til jarð-
anna, upp á 25—28 ára afborgun, í hvert sinn, sem jarðeigandi
deyr eða bú hans kemur til skipta, og jafnvel vera skyldir til að
kaupa. Andvirðið greiðist erfingjum jafnskjótt og það fellur til
útborgunar. Hvíli skuld á jörðinni, fullnægir sveitarsjóður þing-
lýstum skuldbindingum. Skylt er að selja jarðirnar eigi dýrri
en sem svarar eftir 6% miðað við eftirgjaldið. — Þegar jörð er
seld við nauðungaruppboð, skal sveitarsjóður og hafa forkaupsrétt
að jöfnu við hæstbjóðanda. Eftir þessu kæmust jarðirnar smátt og
smátt í eign sveitarsjóðanna. Vitanlega kemur hér allmargt til
íhugunar, sem ekki er hægt að rekja í einni blaðagrein. Eg hef
aðeins stuttlega drepið á það helzta og meir hugleitt það, sem
með þessu mælir, því oftast verða nógir til að sjá missmíði á
nýungum.
Eftir að jörð er komin í eign sveitarsjóðs, yrði að varna því með
lögum, að hún gæti tapast honum að fullu eða gengið úr eign hans.
Hins vegar má ei eyða verðgildi jarðanna. Nú kann svo að fara,
að sveitarsjóðir selji jörð sína að veði og standi síðan eigi í skilum
með lúkningu skuldarinnar. Samt er mikið síður hætt við slíku,
heldur en þegar einstakir menn veðsetja jarðir sínar. En ef slíkt
kæmi fyrir, mætti ákveða, að lánardrottinn skyldi fá jörðina í
hendur og hafa sem sína eign ákveðið tímabil, ef skuld er eigi
áður lokið.
Ætti þessi tími að vera nógu langur til þess, að lánardrottinn
yrði búinn að fá ríflega borgaða skuld sína með vöxtum og vaxta-
vöxtum, með því að njóta eftirgjaldsins af jörðinni. Færi það því
eftir upphæð skuldarinnar, hve langur þessi tími þyrfti að vera.
Að honum liðnum skyldi svo jörðin falla aftur í eign sveitarsjóðs,
án frekara endurgjalds til lánardrottins.
Það er ekki nauðsynlegt, að þessi breyting komist skyndilega á.
Hitt varðar mestu, að hún ekki raski snögglega eða tilfinnanlega
viðskiptalífi manna, eða lendi í bága við hag þeirra, sem nú
eru eigendur jarðanna.
Enginn hætta sýnist vera á því, að þetta mundi draga úr áhuga
manna að græða fé. Menn mundu eftirleiðis leggja sama kapp