Réttur


Réttur - 01.01.1960, Síða 42

Réttur - 01.01.1960, Síða 42
42 R É T T U B þarf aðeins skynsamleg lög og haganlegar framkvæmdir. Benda mætti á þetta: Sveitarstjórnir ættu að hafa forkaupsrétt til jarð- anna, upp á 25—28 ára afborgun, í hvert sinn, sem jarðeigandi deyr eða bú hans kemur til skipta, og jafnvel vera skyldir til að kaupa. Andvirðið greiðist erfingjum jafnskjótt og það fellur til útborgunar. Hvíli skuld á jörðinni, fullnægir sveitarsjóður þing- lýstum skuldbindingum. Skylt er að selja jarðirnar eigi dýrri en sem svarar eftir 6% miðað við eftirgjaldið. — Þegar jörð er seld við nauðungaruppboð, skal sveitarsjóður og hafa forkaupsrétt að jöfnu við hæstbjóðanda. Eftir þessu kæmust jarðirnar smátt og smátt í eign sveitarsjóðanna. Vitanlega kemur hér allmargt til íhugunar, sem ekki er hægt að rekja í einni blaðagrein. Eg hef aðeins stuttlega drepið á það helzta og meir hugleitt það, sem með þessu mælir, því oftast verða nógir til að sjá missmíði á nýungum. Eftir að jörð er komin í eign sveitarsjóðs, yrði að varna því með lögum, að hún gæti tapast honum að fullu eða gengið úr eign hans. Hins vegar má ei eyða verðgildi jarðanna. Nú kann svo að fara, að sveitarsjóðir selji jörð sína að veði og standi síðan eigi í skilum með lúkningu skuldarinnar. Samt er mikið síður hætt við slíku, heldur en þegar einstakir menn veðsetja jarðir sínar. En ef slíkt kæmi fyrir, mætti ákveða, að lánardrottinn skyldi fá jörðina í hendur og hafa sem sína eign ákveðið tímabil, ef skuld er eigi áður lokið. Ætti þessi tími að vera nógu langur til þess, að lánardrottinn yrði búinn að fá ríflega borgaða skuld sína með vöxtum og vaxta- vöxtum, með því að njóta eftirgjaldsins af jörðinni. Færi það því eftir upphæð skuldarinnar, hve langur þessi tími þyrfti að vera. Að honum liðnum skyldi svo jörðin falla aftur í eign sveitarsjóðs, án frekara endurgjalds til lánardrottins. Það er ekki nauðsynlegt, að þessi breyting komist skyndilega á. Hitt varðar mestu, að hún ekki raski snögglega eða tilfinnanlega viðskiptalífi manna, eða lendi í bága við hag þeirra, sem nú eru eigendur jarðanna. Enginn hætta sýnist vera á því, að þetta mundi draga úr áhuga manna að græða fé. Menn mundu eftirleiðis leggja sama kapp
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.