Réttur - 01.01.1960, Síða 50
50
R É T T U R
Hér er ekki verið að skera utan af því, hver stefnan sé:
Þótt það rýri hagsæld Islendinga, þá skal beina viðskipt-
unum vestur og helzt innlima Island í fríverzlunarsvæði
auðhringanna í Vestur-Evrópu! Viðskiptin austur eru
nauðung, — (þeir muna ekki að það voru þau, sem björg-
uðu okkur undan banni Breta 1952, — og hafa verið und-
irstaða efnahagsins síðan!), — og við eigum að losna við
þau!
Þetta er stefna auðvalds Vesturveldanna og ofstækis-
fullra agenta þess hér.
„Glöggt er það enn hvað þeir vilja.“: Til þess að tryggja
Island sem pólitískt áhrifasvæði auðvaldsins og ameríska
herstöð skal brjóta niður efnahagslegt sjálfstæði landsins
og rýra lífskjör þjóðarinnar.
í öðru lagi er það hagsmunamál erlendra auðhringa að
gera Island, þótt lítið sé, að markaði, hráefna- og orkulind
fyrir sig. 1 því sambandi ber sérstaklega að vera á verði
gegn þeirri hættu að erlent auðmagn komi inn í landið,
fái að reisa þar verksmiðjur, er geti léð því úrslitavald í
íslenzku efnahagslífi. Það er engum efa bundið að sams-
konar menn og þeir, sem nú vinna að því að draga lokur
frá hurðum íslenzks efnahagslífs í þjónustu vestræns verzl-
unarauðvalds, eru og reiðubúnir til þess að hleypa erlendu
auðmagni inn í landið til stóriðju, þótt það yrði og til að
rýra lífskjör landsmanna og granda sjálfstæði voru og
þjóðmenningu.
Það eru slíkir menn, sem vilja kasta perlum íslands fyrir
svín, — orku þess í fossum og hverum, afli þess í höndum
og heilum í gróðahít erlends auðhringavalds.
★
I»að er þannig ótvírætt að afturhaldspólitík núverandi
ríkisstjórnar er hatröm árás vestræns auðvalds á sjálf-
stæði og lífskjör þjóðar vorrar. Og sú árás er studd af
afturhaldssamasta hluta íslenzka auðvaldsins, stærstu