Réttur - 01.01.1960, Síða 52
52
R É T T U E
„Og jafnvel þó á heimsins nyrstn nöf
þú nceðir þrœlataki á heimskum lýð,
það varð til einskis, veldur stuttri töf.
Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð."
★
Þjóð vor mun hvorki þola það að höggvið sé nú að rót-
um efnahagslegs sjálfstæðis hennar né alþýðunni kippt
20—30 ár aftur í tímann um lífskjör og félagslegan aðbún-
að allan.
Fyrst erlenda auðvaldið reiðir svo hátt til höggs gegn
öllum þorra þjóðarinnar, verða mótaðgerðir fslendinga að
verða því róttækari:
Hagsmunabarátta alþýðunnar, stórfelld laimahækltun
verkalýðsins, er að vísu sjálfsagðasta svarið, bæði af þvi
það sameinar 90% þjóðarinnar gegn auðvaldinu og af
því það er sterkasta andsvar þjóðarheildarinnar gegn árás
erlends auðvalds.*
* Samþykkt ráðstefnu Alþýðusambands íslands 29. maí 1960 um
þessi mál, var gerð emróma af öllum fulltrúum og hljóðaði svo:
„Ráðstefna Alþýðusambandsins um kjaramál, haldin í Reykja-
vík 28. og 29. maí 1960, ályktar eftirfarandi:
Frá því að verkalýðsfélögin hækkuðu almennt kauptaxta sína
á árinu 1958 hafa kaupgjaldsákvæði í samningum þeirra tvívegis
verið skert með lagaboði og nú síðast með því að afnema með
öllu rétt launþega til að fá kauphækkanir eftir vísitölu í vaxandi
dýrtíð. Ráðstefnan telur, að með þessum ráðstöfunum hafi samn-
ingsbundinn réttur verkalýðsfélaganna verið freklega skertur og
mótmælir því harðlega.
Afleiðing gengisfellingar og annarra ráðstafana eru þær, að nýju
dýrtiðarflóði hefur verið hleypt af stað. Verðhækkanir á flestum
sviðum eru nú meiri en dæmi eru til að komið hafi í einu og þegar
sjáanlegt, að þær verða meiri en gert er ráð fyrir í byrjun.
Allt launafólk hefur því þegar orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu
og augljóst, að sú skerðing muni enn aukast mikið. Hætta er á, að
ríkjandi stefna muni, ásamt minnkandi kaupmætti, leiða til sam-
dráttar í framleiðslu og framkvæmdum og þar af leiðandi minnk-
andi atvinnu og jafnvel atvinnuleysis, verði ekki að gert í tíma.
t