Réttur - 01.01.1960, Page 64
64
R É T T U B
væri þessi atburður íhugunarverður fyrir alla sósíaldemókrata,
og sýndi að ágreiningur kommúnista og sósíalista um ríkið væri
byggður á sandi. Einræði án innanríkisráðuneytis, án valdbeiting-
ar og lögregluvalds er mótsögn í sjálfu sér. Vék Terracini síðan
að því að tillögur ítalskra komúnista um aukna sjálfstjórn hér-
aðanna miðuðu einnig að því að draga úr ríkisvaldinu í Italíu
og gætu einnig af þeim ástæðum auðveldað þróunina til sósíal-
ismans.
Onnur mjög fróðleg og snjöll ræða var flutt af Mario Alicata,
sem einnig er einn af helztu leiðtogum ítalska kommúnistaflokks-
ins. Hann ræddi sérstaklega störf flokksins í menningarmálum
og lagði megináherzlu á víðsýni og umburðarlyndi í þeim efnum.
Hann sagði að eftir 20. þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna
og atburðina í Ungverjalandi hefði nokkur hluti menntamanna
orðið viðskila við ítalska kommúnista. Nokkrir vegna þess að
þeir vildu fá tilefni til að losna úr tengslum við flokkinn, aðrir
af heiðarlegum skoðanaágreiningi. Þeir síðarnefndu væru nú
aftur að nálgast flokkinn og það bæri að taka þeim af fyllstu vel-
vild og treysta sem bezt samvinnuna við þá á nýjan leik. Hann
réðst á einsýni og einangrunartilhneigingar í menningarmálum,
og kvað það skyldu flokksins að boða umburðarlyndi og ráðast
gegn öllu ofstæki. Víðsýni í menningarmálum væri I samræmi
við sjálft eðli marxismans, viðhorf hans væri það að kanna og
kryfja til mergjar. Hins vegar væri andkommúnisminn ofstækis-
stefna, einnig í menningarmálum, og honum bæri að svara með
því að boða víðsýni. Við verðum að hafna öllum einangrunar-
tilhneigingum í menningarmálum, sagði Alicata, og hefja nýja,
víðtæka sókn á því sviði.
I ræðum manna var nokkuð vikið að ágreiningi sem uppi hefði
verið í flokknum, annarsvegar endurskoðunarstefnu, hinsvegar
einangrunarstefnu. Töldu menn að endurskoðunarstefnan hefði
nú algerlega verið kveðin niður, en hún hefði verið hættuleg
sjálfum hinum stóru stefnumiðum flokksins, villt fyrir mönnum
um markmið og leiðir. Hins vegar væri einangrunarstefnan enn
nokkurt vandamál, en hún væri mesta torfæran í öllu hagnýtu
starfi flokksins. Til þess að unnt væri að heyja árangursríka sókn