Réttur - 01.01.1960, Page 66
66
R É T T U R
aðalle/ðtoginn fyrir vinstra armi ítalska sósíalistaflokksins. Spurði
ég hann sérstaklega um ástandið í flokki hans og afstöðuna til
samvinnu við kommúnistaflokkinn. Honum sagðist þannig frá:
Samvinna kommúnistaflokksins og sósíalistaflokksins á sér
langan aldur. Arið 1934 var gerður samningur þeirra á milli í
París um nána sameiginlega baráttu gegn fasismanum. Þessi
samningur var endurnýjaður á stríðsárunum og einnig eftir stríð,
þegar það var meginverkefnið að byggja upp lýðræði á Italíu
efitr valdaskeið fasismans. Þessi nána samvinna sósíalista og
kommúnista varð til þess að Saragat og menn hans klufu sig út
úr flokknum 1947. Það olli nokkrum erfiðleikum í bili en vannst
upp aftur. í síðustu kosningum, fyrir tveimur árum, fékk sósíal-
istaflokkurinn 4.500.000 atkvæði og er nú þriðji stærsti flokkur
Ítalíu.
Eftir 20. þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og eftir at-
burðina í Ungverjalandi hófust deilur milli Togliattis og Nennis
um það hvernig ætti að skýra þessa atburði, og þessar deilur
leiddu til þess að sósíalistaflokkurinn sagði upp einingarsamningi
flokkanna. Sú uppsögn var ekki mikilvæg í sjálfu sér, því hin
víðtækasta samvinna hefur haldið áfram í framkvæmd. En upp-
sögnin var afleiðing af skoðanaágreiningi um sósíalistísku löndin
og einnig um ítölsk stjórnmál. Upp úr þessu reyndi Nenni að
koma á sameiningu við Saragat og flokk hans, en þær tilraunir
mistókust; skilmálar Saragats voru slíkir að sósíalistaflokkurinn
neitaði að ganga að þeim. En jafnhliða þróuðust áfram deilur við
kommúnistaflokkinn, og í þeim deilum hefur Nenni þokazt til
hægri. Þegar Saragat klauf sig úr flokknum spurði hann t. d.
Nenni hvort hann vildi hafna sambandi við kommúnistaflokka
sósíalistísku landanna, en Nenni svaraði þá að auðvitað vildi hann
hafa sem bezt samband við þá flokka til að stuðla að friði og lýð-
ræði og vinna gegn kalda stríðinu; en eftir 20. þingið og Ung-
verjalandsatburðina sagði hann að Sósíalistaflokkur Ítalíu hafnaði
algerlega valdakerfi kommúnistaflokkanna í Austurevrópu. I
þessum deilum lagði Nenni alltaf áherzlu á að aðalágreiningurinn
væri afstaðan til lýðræðis. Við eigum mikið sameiginlegt með
kommúnistum, sagði hann, sömu stefnu i félagsmálum, baráttuna