Réttur - 01.01.1960, Side 73
R É T T U B
73
óbreytt og önnur gjöld til þessara þarfa hafa flest verið stórhækkuð
en renna nú til ríkissjóðs, sem nú tekur við hlutverki Útflutnings-
sjóðs að nokkru.
Gengisfellingin hækkaði verð alls erlends gjaldeyris 50—-79%
þegar yfirfærzlugjöldin hafa verið dregin frá. Skráð gjaldeyris-
verð alls vöruinnflutningsins á sl. ári var 1167 millj. og eru skip
og flugvélar þá ekki meðtalin. Að viðbættum yfirfærslugjöldum
var kaupverðið um 1770 milj. Eftir gengisfellinguna kostar þetta
vörumagn frá erlendum seljendum 2713 millj. kr. Hækkunin
nemur 943 millj. kr. Nokkuð af þessari hækkun kemur á rekstr-
arvörur og ber því ekki að skoða sem hreinar álögur á vöruneyzlu
almennings en láta mun nærri að eftir verði 570 milj. kr. þegar
rekstrarvörur hafa verið skildar frá. Og er hafið yfir allar deilur
að þessar 570 milj. kr. eru beinar álögur, ef miðað er við að
kaupgjald standi í stað.
En þar með er sagan lítið meira en hálfsögð. Farmgjöld rtór-
hækka í kjölfar gengisfellingarinnar og þegar til tollafgreiðslu
kemur leggst verðtollur óbreyttur að hundraðshluta á hið nýja
verðlag og síðan söluskattur í tolli, sem nú nemur 16,5% miðað
við tollverð (áður 7,7%). Miðað við sama innflutning og var :1.
ár. hœkkar verðtollurinn einn um 165,8 millj. kr. og söluskattur
í tolli um fast að 200 millj. Og hafa ber einnig í huga að hér er
aðeins um að íæða vöruinnflutning, sem ekki fer til rekstrar, en
öllum öðrum gjaldeyrisgreiðslum þ. á m. námskostnaði og sjúkra-
kostnaði sleppt. Þá hefur heldur ekki verið tekið tillit til hækkunar
álagningar í heildsölu og smásölu, en hún mun koma til með að
nema stórfelldum upphæðum, svo sem síðar verður að vikið.
■ VAXTAOKUR OG LÁNAHÖMLUR
Með gengisfellingarlögunum eru okurlögin frá 1933 afnumin,
en þau ásamt síðari breytingum kváðu á um hámark leyfilegra
vaxta. Nú ákvarðast hámark leyfðra vaxta af því einu sem stjórn
Seðlabankans ákveður. Jafnframt er ríkisstjórninni heimilað að
breyta með einföldum tilskipunum lánatíma og lánskjörum allra
fjárfestingarsjóða í landinu.