Réttur - 01.01.1960, Side 81
R É T T U R
81
Bein vöruverðshækkun, að frádreginni hækkun Millj. kr.
á rekstrarvörum ......................................... 570
Beinar álögur vegna söluskattsins, að frádreginni lækkun
tekjuskatts ............................................. 213
Hækkun verðtolls v. gengisfellingarinnar .................. 165
Hækkun annarra gjalda skv. fjárlögum að frádregnum niður-
greiðslum sem áður voru á vegum Útflutningssjóðs og
auknum niðurgreiðslum ................................... 118
Vaxtahækkun ............................................... 194
1260
Frá dregst framlag rikissjóðs til aukinna trygginga.............. 152
Samtals 1108
hækkaðri álagningu í krónutölu. Trúlega nema þessir liðir hundr-
uðum milljóna. Aætlunartölur dæmisins þola því stóra röskun
til lækkunar án þess að heildarútkoman raskist í þá átt. Það er
því varleg fullyrðing að kjaraskerðingin geti aldrei orðið minni
en 1100 millj. kr. Ef reiknað er með að þjóðarframleiðslan sé
6000 milj. kr. og 70% af henni komi fram í launatekjum, sem
láta mun nærri að sé algengt hlutfall í auðvaldslandi en 30%
séu vextir, leigur og gróði, verða heildarlaun 4200 milj. Samkv.
því yrði kjaraskerðingin 26%, þegar allar „sárabætur" eru frá
taldar. *■
Hér skal ekki orðum eytt að þeirri fráleitu fullyrðingu að
kjaraskerðingin nemi aðeins 5—6%. Það mun hver og einn
finna að er fjarri öllu lagi. Jafnvel þótt „vísitöluheimilið" sé
tekið sem dæmi stenzt hún ekki. Með mjög varlegri áætlun
sannaði Einar Olgeirsson í nefndaráliti sínu um efnahagsmála-
frv. í vemr að útgjöld „vísitöluheimilisins" hlytu að breytast
a. m. k. sem hér segir:
Útgjöld fyrir gengislækkunina. Matvörur 23.000,00 Áætluð verðhækkun. 20% 4 600,00
Húsnæði 10.200,00 10% 1.020,00
Hiti, rafmagn o. fl 900,00 25% 975,00
Fatnaður, áinavara o. fl 10 000,00 30% 3.000,00
Ýmis útgjöld 13.800,00 30% 4.440,00
Kr. 60.900,00 Hækkun kr. 13.735,00