Réttur - 01.01.1960, Page 83
R E T T U R
83
verið, til greiðsluhalla. En það er álíka vitlegt og að telja útvegs-
mann sem kaupir nýjan bát og borgar hann niður þeim upp-
hæðum fátækari, sem til þess fara.
Það er að vísu rétt að föst erlend lán hafa aukizt og námu við'
brottför vinstri stjórnarinnar rúml. 700 millj. kr. á gamla geng-
inu. En það er hinsvegar sannuð að þessi framkvæmdalán, sem
að mestu hafa gengið til öflunar framleiðslutækja, sem ýmist
spara gjaldeyri eða skapa gjaldeyri, gera það að verkum að geta
okkar til þess að standa undir skuldbindingum okkar í utanríkis-
viðskiptum og halda jöfnuði í gjaldeyrisviðskiptum voru fyrir
efnahagsaðgerðirnar meiri og betri en verið hefur síðasta áratug-
inn. Með þeirri framleiðsluaukningu sem vinstri stjórnin lagði
grundvöll að og sýndi þann árangur 1958 að aflamagn óx um
17% og aftur um 11% 1959 og skapaði gjaldeyrisaukningu um
200 milj. kr. hvort árið — vorum við að rétta atvinnulífið úr
þeim kút sem Marshallgjafir og hermang og gengisfelling höfðu
keyrt það í undanfarinn áratug og vorum á réttri leið að því marki
að geta staðið á eigin fótum. Nú er hinsvegar stefnt til öfugrar
áttar. Atvinnuuppbygging og framleiðsluaukning stöðvuð, mörk-
uðum spillt og erlendar skuldir allt að því tvöfaldaðar án þess
þær stuðli á nokkurn hátt að aukinni gjaldeyrisöflun.
Vissulega var okkur þörf á auknu og skipulagðara átaki til
þess að ráða bót á erfiðri gjaldeyrisstöðu. En ráðstafanirnar nú
verða aldrei afsakaðar með því að þær stefni til þeirrar áttar.
Þvert á móti auka þær þessa erfiðleika margfaldlega og ógna
efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar.
■ RlKISVALDIÐ GEGN
ALÞÍÐUSAMTÖKUNUM
Með gengisfellingarlögunum eru launamenn sviftir þeirri vernd,
sem þeir hafa notið gegn verðhækkunum með samningum ta'num
um greiðslu verðlagsbóta á laun. Þetta ásamt beitingu ríkisvalds-
ins í hugsanlegum vinnudeilum til að knýja fram nýja kaup-
samninga á að tryggja að allar nýju álögurnar og verðhækkanirnar
verki sem bein launalækkun. Með afnámi verðlagsbótanna er þó