Réttur


Réttur - 01.01.1960, Page 93

Réttur - 01.01.1960, Page 93
RÉTTUR 83 lagið" með löndunum, sem lágu milli Þýzkalands og Sovétríkj- anna, af ótta við Rapallo-samninginn. England studdi Hitler (enda þótt það hefði viðurkennt Sovétríkin 1924 vegna þrýstings frá verkalýðshreyfingunni) og gerði við hann flotasamning árið 1935. England lét einnig afskiptalaust er hersveitir Hitlers tóku Rínar- löndin herskildi. Og í Frakklandi sjálfu varð sú stjórnarstefna smám saman yfirsterkari, sem taldi baráttuna gegn Sovétríkjun- um mikilvægari en baráttuna gegn Þýzkalandi nazismans. A þennan hátt voru Múnchen-samningarnir — og þar með síðari heimsstyrjöldin — undirbúnir. I fyrri heimsstyrjöldinni var barizt um endurskiptingu nýlendn- anna. Nýlendum Þýzkalands og Italíu var skipt milli Englands og Frakklands í lok hennar undir yfirskini umboðsstjórnar Þjóða- bandalagsins. Ríki Osmana var einnig skipt milli Englands og Frakklands. Þrátt fyrir þá staðreynd, að nýlenduveldin juku yfir- ráðasvæði sín (Abessínía hernumin af Italíu 1935, japanskt her- nám í Mansjúríu, Norður- og Austur-Kína), veikti hin almenna kreppa auðvaldssikpulagsins nýlendukerfið stöðugt meir og meir innan frá. Heimsvaldasinnar urðu að hætta við áform sín um að gera Tyrkland og Iran að nýlendum. Eftir fall zarveldisins í Rússlandi efldist barátta nýlenduþjóðanna mjög og ógnaði yfir- ráðum nýlenduveldanna. Um það vitnuðu ótvírætt uppreisnirnar í Marokkó, Madagaskar, Egyptalandi og mótspyrnuhreyfingin á Indlandi. Kreppa nýlendukerfisins nálgaðist hröðum skrefum. Byltingarástand í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar olli geysimikilli verkfallsöldu í flestum auðvaldslöndum. Arið 1920 tóku um 7 milljónir verkamanna í Þýzkalandi þátt í verkfölum. I Englandi, Frakklandi og Bandaríkjunum urðu einnig stórverkföll. Er auðvaldsskipulagið virtist aftur hafa festst í sessi, hóf borg- arastéttin mikla gagnsókn á hendur verkalýðnum og svipti hann aftur ýmsum þeim réttindum, sem hún hafði verið þvinguð til að veita honum á byltingartímum eftirstríðsáranna. Samkvæmt opin- berum skýrslum var hlutur launastéttanna í Bandaríkjunum (95% af íbúunum) 77,9% af þjóðartekjunum árið 1920, en aðeins 74% árið 1927. Fengin lýðréttindi voru afnumin í allmörgum löndum s. s. Ung-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.