Réttur - 01.01.1960, Síða 93
RÉTTUR
83
lagið" með löndunum, sem lágu milli Þýzkalands og Sovétríkj-
anna, af ótta við Rapallo-samninginn. England studdi Hitler (enda
þótt það hefði viðurkennt Sovétríkin 1924 vegna þrýstings frá
verkalýðshreyfingunni) og gerði við hann flotasamning árið 1935.
England lét einnig afskiptalaust er hersveitir Hitlers tóku Rínar-
löndin herskildi. Og í Frakklandi sjálfu varð sú stjórnarstefna
smám saman yfirsterkari, sem taldi baráttuna gegn Sovétríkjun-
um mikilvægari en baráttuna gegn Þýzkalandi nazismans. A
þennan hátt voru Múnchen-samningarnir — og þar með síðari
heimsstyrjöldin — undirbúnir.
I fyrri heimsstyrjöldinni var barizt um endurskiptingu nýlendn-
anna. Nýlendum Þýzkalands og Italíu var skipt milli Englands
og Frakklands í lok hennar undir yfirskini umboðsstjórnar Þjóða-
bandalagsins. Ríki Osmana var einnig skipt milli Englands og
Frakklands. Þrátt fyrir þá staðreynd, að nýlenduveldin juku yfir-
ráðasvæði sín (Abessínía hernumin af Italíu 1935, japanskt her-
nám í Mansjúríu, Norður- og Austur-Kína), veikti hin almenna
kreppa auðvaldssikpulagsins nýlendukerfið stöðugt meir og meir
innan frá. Heimsvaldasinnar urðu að hætta við áform sín um
að gera Tyrkland og Iran að nýlendum. Eftir fall zarveldisins í
Rússlandi efldist barátta nýlenduþjóðanna mjög og ógnaði yfir-
ráðum nýlenduveldanna. Um það vitnuðu ótvírætt uppreisnirnar
í Marokkó, Madagaskar, Egyptalandi og mótspyrnuhreyfingin á
Indlandi. Kreppa nýlendukerfisins nálgaðist hröðum skrefum.
Byltingarástand í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar olli geysimikilli
verkfallsöldu í flestum auðvaldslöndum. Arið 1920 tóku um 7
milljónir verkamanna í Þýzkalandi þátt í verkfölum. I Englandi,
Frakklandi og Bandaríkjunum urðu einnig stórverkföll.
Er auðvaldsskipulagið virtist aftur hafa festst í sessi, hóf borg-
arastéttin mikla gagnsókn á hendur verkalýðnum og svipti hann
aftur ýmsum þeim réttindum, sem hún hafði verið þvinguð til að
veita honum á byltingartímum eftirstríðsáranna. Samkvæmt opin-
berum skýrslum var hlutur launastéttanna í Bandaríkjunum (95%
af íbúunum) 77,9% af þjóðartekjunum árið 1920, en aðeins 74%
árið 1927.
Fengin lýðréttindi voru afnumin í allmörgum löndum s. s. Ung-