Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 94
94
R É T T U R
verjalandi, Ítalíu, Póllandi, Portúgal, Þýzkalandi og víðar. Verka-
lýðurinn var sviptur öllum réttindum sínum með hinu fasistíska
ríkisvaldi borgarastéttarinnar í þessum löndum.
Aðalorsökin fyrir ósigrum verkalýðsins og réttindamissi hans
voru svik hægri leiðtoga sósíaldemókrataflokkanna og verkalýðs-
leiðtoga, sem klufu verkalýðshreyfinguna og verkalýðsflokkana
en tóku upp samvinnu við borgaraflokkana.
Tímabilið frá aldamótum og fram til okkar daga er óslitin
hrakfallasaga auðvaldsskipulagsins, það er tímabil mestu styrj-
alda, sem um getur í sögu mannkynsins, drápi miljóna manna,
eyðingu stórvirkustu framleiðslutækja, efnislegra og andlegra
verðmæta. Þetta tímabil einkennist af nýrri, siðlausari hugmynda-
fræði og stjórnarstefnu hinna afturhaldssömustu afla heimsvalda-
stefnunnar, fasismanum með hina viðbjóðslegu kynþáttakenn-
ingu sína, algjöru afnámi borgaralegs lýðræðis, kúgun einstaklings-
ins og ofsóknum og fjöldamorðum á framsæknum mönnum.
Stjórnarfar og hugmyndafræði heimsvaldastefnunnar afhjúpaði
sig eftirminnilega frammi fyrir þjóðum heims.
A þessu tímabili skapaðist hagkerfi sósíalismans, sem á skömm-
um tíma hefur sýnt og sannað yfirburði sína yfir auðvaldsskipu-
lagið. Þróun framleiðsluhátta, menningarlegar framfarir og batn-
andi lífskjör gerðist með áður óþekktum hraða og hafði víðtæk
áhrif á gang heimsmálanna. Tilkoma og þróun sósíalisku ríkj-
anna jók hina almennu kreppu auðvaldsskipulagsins, flýtti fyrir
hruni nýlenduveldanna og skapaði forsendur fyrir því að komast
hjá styrjöldum og tryggja frið með þjóðum heims.
■ Auðvaldsskipulagið á okkar döguni.
Þeir atburðir, sem gerðust í síðari heimsstyrjöldinni og að henni
lokinni eru mönnum enn í fersku minni. Hér verður því aðeins
gerður samanburður á auðvaldsskipulaginu eins og það var í upp-
hafi þessarar aldar og eins og það er í dag.
Samþjöppun auðmagnsins með vaxandi auðsöfnun, auknu mið-
stjórnarfyrirkomulagi, aukin vélvæðing og vaxandi vinnuaf-
köstum ásamt hærra arðránshlutfalli hafa sömu áhrif og áður.