Réttur - 01.01.1960, Qupperneq 96
96
R É T T U R
raldsheiminum búi ca. 1,5 milljarðar manna við algjöra fátæk..
Stór hluti þess fólks lifir í hálfgerðri ánauð, eins og t. d. svert-
ingjar í Suðurríkjum Bandaríkjanna, í Suður-Ameríku og Kenya.
Arðránshlutfallið hefur hækkað. Að vísu hefur vinnuvikan
stytzt nokkuð í iðnaðarlöndunum, en vinnan krefst mun meiri
leikni og störfin eru einhæfari og meira þreytandi en áður var.
Kvíðinn fyrir komandi degi hvílir með enn meiri þunga en
áður á verkalýð auðvaldsheimsins: óttinn við atvinnuleysi, óttinn
við vinnuveitandann, landeigandann, húseigandann, innheimtu-
manninn, óttinn við lögregluna, liið borgaralega dómsvald og
fyrst og fremst óttinn við styrjaldir.
Sú spurning hlýtur að vakna, hvers vegna meirihluti íbúanna
í auðvaldsheiminum býr enn við skort, þrátt fyrir hina geysilegu
aukningu framleiðslugetunnar og framleiðslunnar? Meginorsak-
anna er að sjálfsögðu að leita í auðvaldskipulaginu sjálfu, eðli
framleiðslukerfisins, sem grundvallast á arðráni og í hinni órétt-
látu skiptingu lífsgæðanna, sem af því leiðir. Þetta kemur m. u.
fram á eftirfarandi hátt:
a) Um 20% vinnuaflsins vinnur beint og óbeint að hernaðar-
framleiðslu og framleiðir vörur, sem eru með öllu gagnslausar
fyrir fólkið.
b) Vegna stöðugt vaxandi hluta höfuðstólsins, sem fer til vél-
væðingar, fer mun meira en nauðsynlegt væri af vinnutíma
þjóðfélagsins í framleiðslu framleiðslutækja.
c) Vegna söfnunar auðmagnsins og teknanna í hendur eigna-
stéttanna verður framleiðsla lúxusvarnings einnig meiri en áður.
d) Allstór hluti verkalýðsins er dæmdur til stöðugs atvinnu-
leysis.
e) Tala verkamanna við bein framleiðslustörf hefur minnkað
verulega. I nokkrum iðnaðarlöndum eru þeir innan við helming
allra vinnandi manna. Fjöldi þeirra starfsmanna, sem ekki vinna
bein framleiðslustörf, vex að sama skapi. Til þeirra teljast starfs-
menn ríkisvaldsins, opinberir starfsmenn, banka- og verzlunar-
menn o. s. frv. I ársbyrjun 1959 voru verkamenn í iðnaði, land-
búnaði, byggingariðnaði og flutningum í Bandaríkjunum 29
milljónir, þ. e. um 40% af öllu vinnuafli landsins.