Réttur - 01.01.1960, Side 98
98
R É T T U R
Hver sá, sem snýst gegn valdi einokunarhringanna og Jandeigenda,
er stimplaður kommúnisti. A hinn bóginn gerir einokunarauð-
valdið einnig tilraunir til þess að draga úr óánægju verkalýðsins
með því að taka upp almannatryggingar, selja verkamönnum og
starfsmönnum hlutabréf, en einkum með stuðningi við forrétt-
indahópa og bitlingalýð úr verkalýðssétt, sem eru dyggustu stuðn-
ingsmenn auðvaldsins.
Ein meginstoð einokunarauðvaldsins í baráttunni gegn komm-
únismanum er kirkjan — einkum kaþólska kirkjan. Kristindómur-
inn, sem upphaflega var trúarbrögð fátæklinga og þræla, er orð-
inn ein máttarstoð einokunarauðvaldsins. Um allan heim berst
kaþólska kirkjan gegn kommúnismanum með hinu geysimikla
áhrifavaldi sínu, aldagömlum erfðavenjum og trúboði, — meira
að segja í alþýðuveldunum í Evrópu. Baráttan verður stöðugt
ljósari. Erkibiskupinn af Boston skrifaði t. d. í tilefni af heimboði
N. S. Krustjoffs til Bandaríkjanna: „Heimboð leiðtoga Sovétríkj-
anna til Bandaríkjanna er sama og að opna landamæri vor fyrir
óvini á stríðsárum.*'
Einokunarauðvaldið notar hægri foringja sósíaldemókrata sem
handbendi sín í baráttunni gegn verkalýðnum til þess að kljúfa
verkalýðshreyfinguna og gera hana háða borgarastéttinni. Stefna
sósíaldemókrata fjarlægist stöðugt marxismann og sósíalismann
undir forustu hægri aflanna. I hinum nýju stefnuskrám sínum
segja sósíaldemókratar ekki aðeins skilið við „lokatakmarkið" og
stéttabaráttuna, heldur einnig hina borgaralegu þjóðnýtingu fram-
leiðslutækja. „Erfðafjandinn, arðrán auðvaldsskipulagsins, var
tæpast nefndur á nafn og aðeins til málamynda," segir dagblaðið
„Times" frá 20. júlí 1959 um Hamborgar-ráðstefnu Alþjóðasam-
bands jafnaðarmanna í júlí 1959- Aðalmál þingsins var baráttan
gegn kommúnismanum og vörn fyrir hina sovét-fjandsamlegu
hernaðarstefnu auðvaldsins.
Þá er og alkunn hin andkommúníska afstaða bandarískra verka-
lýðsleiðtoga, sem gegna hlutverki hægri sóásíaldemókrata í stjórn-
málum þar í landi. Þeir eyða árlega stórum fjárfúlgum, — fé
amerískra verkamanna, — í baráttu gegn félagssamtökum komm-
únista.