Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 99
R É T T U R
99
Foringjar hægri sósíaldemókrata (en þeir eru margir úr háborg-
aralegum fjölskyldum eins t. d. Attle, Cripps, Gaitskell og Guy
Molet) eru svo auðsveipir þjónar borgarastéttarinnar, að hún felur
þeim stjórn landsins án minnsta ótta. Sænskir sósíaldemókratar
hafa t. d. setið í stjórn í 25 ár, einir eða með öðrum flokkum, án
þess að hrófla hið minnsta við einokunarhringum Svíþjóðar.
En þrátt fyrir öll pólitísk undanbrögð verður það sífellt erfið-
ara fyrir hægri foringjana að fá verkalýðinn til þess að sætta sig
við auðvaldsskipulagið. Franska sósíalistaflokknum var breytt í
svo að segja smáborgaralegan flokk, ekki eingöngu með tilliti
til stefnu flokksins heldur einnig meðlima- og kjósenda. Og sífellt
verður erfiðara að samræma stefnu hægri og vinstri manna innan
brezka Verkamannaflokksins.
Ekki þarf að leiða að því frekari rök, að baráttan gegn komm-
únismanum er orðin fyrsta boðorðið í utanríkismálastefnu auð-
valdslandanna. Gleggsta sönnunin fyrir því er tilvera Atlantshafs-
bandalagsins, bygging herbækistöðva umhverfis sósíalistísku lönd-
in, hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við afturhaldsstjórnir og aukin
framleiðsla múgmorðsvopna.
Foringjar hægri sósíaldemókrata verja þessa stefnu og bera
ábyrgð á henni. Aðalritari Atlantshafsbandalagsins, Spaak, skrifaði
eitt sinn: „Ef ekki næst jafnvægi með afvopnun, þá er jafnvel
jafnvægi óttans betra en algjört jafnvægisleysi". Þetta gætu alveg
eins verið orð Dullesar!
Baráttan gegn sósíalistisku löndunum hefur einnig sín áhrif
á innbyrðis baráttu auðvaldsríkjanna. Innri lögmál auðvaldsskipu-
lagsins leiða enn beinlínis til styrjalda og frá lokum síðari heims-
styrjaldarinnar hafa þegar verið háð allmörg „smástríð" (Kórea,
Vietnam, Suez, Alsír o. s. frv.). En baráttan fyrir áframhaldandi
tilveru auðvaldsskipulagsins, óttinn við verkalýðsbyltingu að
undangengnum hernaðarlegum ósigrum og óttinn við vaxandi
styrk sósíalismans samfara hnignandi veldi auðvaldsríkjanna kem-
ur í veg fyrir, að auknir hagsmunaárekstrar stórvelda nuðvalds-
heimsins leiði til styrjalda milli þeirra.
England samræmir utanríkismálastefnu sína jafnan stefnu
Bandaríkjanna, Frakka og Vestur-Þýzkalands, þrátt fyrir það að