Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 101
R É T T U B
101
fyrrverandi nýlendum, hefur bilið milli iðnvæddra auðvaldslanda
og vanþróaðra landa haldizt allt fram til þessa. Samkvæmt skýrslu
Sameinuðu þjóðanna um iðnaðarframleiðslu auðvaldslandanna
skiptist hún þannig á hin einstöku yfirráðasvæði:
Iðnaðarframleiðsla ársins 1953 (í %).
Iðnaðarframleiðsla Þar af málmiðnaður
alls
Norður-Ameríka .. 57,6 64,0
Vestur-Evrópa .. 32,0 30,8
Onnur lönd auðvaldsheimsins .. .. 10,4 5,2
Þess ber einnig að gæta, að stór hluti iðnfyrirtækja í vanþróuð-
um löndum (bæði ný og gömul), eru eign erlendra iðnrekenda.
En borið saman við árin fyrir stríð er þó grundvallarmunur á
samskiptum auðvaldslandanna og vanþróuðu landanna nú. Fyrir
stríðið einokaði auðvaldið sölu framleiðslutækja, útlán og innlán,
innkaup hráefna og vopnasölu til vanþróaðra landa. En þessi ein-
okunaraðstaða auðvaldslandanna er ekki lengur fyrir hendi. Sovét-
ríkin og önnur sósíalistísk iðnaðarlönd hafa nú aðstöðu til þess
að selja þessum löndum framleiðslutæki, veita þeim hagstæðari
lán en auðvaldsríkin, óeigingjarna tæknilega aðstoð og kaupa
af þeim hráefni.
Vanþróuðu löndin geta nú sjálf ákveðið stjórnarstefnu sína.
Mörg þeirra hafa nána samvinnu við sósíalistísku ríkin og fá
margháttaða aðstoð frá þeim. Og ekki aðeins það; hin frjálsu
lönd eiga um tvo kosti að velja: auðvaldsþróun eða sósíalistiska
þróun.
Snúnm okkur nú að því að skilgreina þá breytingu, sem orðið
hefur innan auðvaldsskipulagsins á þessu timabili.
1) Enda þótt höfuðstéttir auðvaldsþjóðfélagsins séu hinar sömu
og áður, hefur sundurgreining þessara stétta aukizt verulega.
Við byrjun aldarinnar mátti skipta verkalýðsstéttinni í tvo hópa:
(Schichten): faglærða verkamenn og verkamenn, sem inna af
hendi erfiða líkamlega vinnu. Nokkur hluti hinna faglærðu
verkamanna í nýlenduveldunum (einkum Englandi) myndaði for-