Réttur - 01.01.1960, Side 103
R É T T U R
103
þess vinna þeir ekki líkamlega vinnu, og ganga með „hvítan
flibba". Borgarastéttin leitast við að gera sem mest úr mismun-
tnum á verksmiðjuverkafólki og fólki, sem vinnur skrifstofustöri.
og skipa því hvoru á móti öðru.* Engu að síður er vaxandi til-
hneiging hjá föstum starfsmönnum að stofna og skipuleggja
samtök sín á sama hátt og samtök verkalýðsins.
Jafnframt þessu fækkar stöðugt vinnandi fólki og bændum við
landbúnaðarstörf í iðnaðarlöndunum. Verkamönnum og fjöl-
skyldumeðlimum bænda við landbúnaðarstörf í Bandaríkjunum
hefur fækkað sem hér segir (í milljónum):
1909 1930 1943 1938
12,2 11,2 9,8 7,5
Fækkun starfsfólks við landbúnaðarstörf fór fram jafnhliða
mikilli fjárfestingu í landbúnaðinum. (starkem Anwachsen des
fixen Kapitals). Þrátt fyrir fækkun landbúnaðarverkafólks jókst
framleiðslan því verulega.
Þessi þróun á sér einnig stað í öðrum iðnaðarlöndum, enda þótt
hún gangi þar hægara. I hinum vanþróuðu löndum er þessu á
annan veg farið. Þar fjölgar vinnandi fólki í landbúnaði í réttu
hlutfalli við fólksfjölgunina. Enn þann dag í dag erjar þar millj-
arður bænda jörðina með sömu frumstæðu verkfærunum og þeir
notuðu í byrjun aldarinnar.
Innan borgarastéttannnar fara einnig fram mikilvœgar breyt-
ingar. Borgarastéttin er orðin fámennari en áður í hlutfalli við
verkalýðinn. Arið 1910 nam tala „sjálfstæðra" atvinnurekenda x
Bandaríkjunum 27% af öllum vinnandi mönnum, en aðeins 13,3
% árið 1954. Og meðal hinna „sjálfstæðu" eru ófáir, sem ekki
eru betur stæðir efnalega en fólk úr verkalýðsstétt.
Verkalýðurinn er yfirgnæfandi meirihluti íbúanna í nýlend-
unum. Samkvæmt síðustu opinberum skýrslum er verkalýðurinn
sem hér segir í eftirtöldum löndum (milljónir):
* Skiptingin í líkamlega og andlega vinnu á ekki fyllilega við hér.
Vinna margra starfsmanna krefst mjög lítillar andegrar orku, en
vinna margra verksmiðjumanna aftur á móti mikillar.