Réttur - 01.01.1960, Side 110
110
R E T T U R
Hreinar tekjur allra fjármálastofnana voru þannig einn sjötti
til einn áttundi af tekjum iðnhringanna.*
7) Tryggingafélögin hafa orðið hlutskarpari en bankar og
sparisjóðir í samkeppninni um sparifé almennings og afhendingu
þess til iðnhringanna. Arið 1955 námu allir varasjóðir trygginga-
félaga í Bandaríkjunum 90 milljörðum dollara, en 40 milljarðar
af þeirri upphæð voru festir í hlutabr. og skuldabr. Ensku trygg-
ingafélögin áttu varasjóði, sem námu 6 milljörðum sterlingspunda
árið 1958, en 2,2 milljarðar voru föst í hlutabréfum og skulda-
bréfum einkafyrirtækja. Þá námu varasjóðir allra enskra banka
og fjármálastofnana 11,5 miljörðum sterlingspunda. Trygginga-
félögin hafa einn meginkost fram yfir banka og sparisjóði. Þau
þurfa ekki að óttast upphafningu (úttekt) sparifjárins, þótt láns-
fjárkreppa skelli á. Það er því skiljanlegt, að auðjöfrarnir heyi oft
harða baráttu um yfirráð tryggingafélaganna.
Breytingin á víxltengslum banka- og iðnhringanna, þýðir þó
eingan veginn, að bankarnir fái ekki sinn ágóðahlut við útgáfu
hlutabréfa og skuldabréfa iðnfyrirtækjanna. Við útgáfu Ford-
hlutabréfanna fengu viðkomandi bankar umboðslaun að upphæð
15,3 milljónir dollara, þ. e. 1,5 dollar á hvert hlutabréf, enda þótt
bankarnir taki í raun og veru ekki neina áhættu á sig.
8) Neyzlulánin. Mikil útbreiðsla neyzlulána er nýtt fyrirbæri
innan auðvaldsskipulagsins. Hin stöðugu markaðsþrengsli neyða
auðvaldið til þess að selja vörur með afborgunarskilmálum, en
þannig tryggir það sér jafnframt óaflaðar tekjur kaupendanna.
I árslok 1958 námu slík neyzlulán í Bandaríkjunum 45 millj-
örðum dollara. Afborgunarlán aukast mjög í Englandi og öðrum
auðvaldslöndum.
Að sjálfsögðu beita einokunarhringarnir afborgunarkerfinu í
eiginhagsmunaskyni. „General Motors" tekur t. d. 12% ársvexti
af afborgunarlánum á bílum. Sé afborgun ekki innt af hendi,
missir kaupandinn bílinn einnig.
* Það er athyglisvert, að 1958 eykst gróði bankanna, en gróði
iðnhringanna minnkar veruiega, en þar koma fram áhrif krepp-
unnar 1957-1958. Bankarnir auðgast sem sé á erfiðleikum annarra.