Réttur - 01.05.1933, Page 9
að annar, sá sem prófa skal, skipi fyrst sjálfan sig sem
prófdómara og svari síðan líka fyrir hinn og svari öllu
vitlausu og dæmi hann svo ófæran í prófinu út frá
þeim röngu upplýsingum, sem hann sjálfur hefir gefið.
Við ætlum því að taka fyrir þau svör, sem J. J. í próf-
inu gefur fyrir okkar hönd og leiðrétta þau lítillega.
Það er skakkt, að verkamannahreyfingin hafi greinzt
í hinar tvær stefnur — sósíaldemoki'atisma og komm-
únisma um miðja 19. öld. — Þessi skifting kemur fyrst
verulega til greina eftir 1890. Fram að því var sósíal-
isminn byltingasinnaður — og orsakirnar til klofnings-
ins, sem þá tók að byrja var sá, að lítill hluti af verka-
mannastéttinni, hinir skárst launuðu, gengu í lið með
auðvaldinu, sem lét þá öðlast bita af borðum sínum,
sem þá voru i ríkum mæli hlaðin krásum, sem píndar
voru út úr sveltandi nýlendulýðnum. Kenning sú, sem
þessi „höfðingjastétt“ eða ,,hálaunastétt“ innan verka-
lýðsins varði svik sín með, var kenning Bernsteins um
hægfara breytingu auðvaldsskipulagsins í sósíalisma,
sem í rauninni varð að kenningunni um, að verka-
lýðnum gæti vegnað vel í auðvaldsskipulaginu, hann
skyldi sætta sig við það og gefa upp alla baráttu fyrir
sósíalisma. Þessi kenning sósíaldemokratanna er síðan
uppáhald allra þeirra svokallaðra sósíalista, sem hljóta
góð laun hjá auðvaldinu og finnst óþarfi að stofna sér
í hættu með byltingasinnaðri baráttu.
Það er skakkt, er J. J. segir (bls. 64—65), að komm-
únistar vilji ekki hafa neitt að gera með ,,hægfara“
endurbætur og að þeir vilji enga samvinnu hafa,
hvorki við jafnaðarmenn eða borgaralega umbóta-
flokka. Og þar sem J. J. endurtekur þessa staðhæfingu
( á bls. 75) um, að við forðumst að vinna að hagnýtum
umbótamálum með öðrum flokkum, þá skulum við strax
taka þetta mál fyrir. Eg hefi áður í þessu tímariti
(1930) ritað grein um þetta mál, „Endurbætur og bylt-
ing“, sem var þá svar til J. J„ og ætla eg ekki að end-
73