Réttur - 01.05.1933, Page 18
þá finnst mér nú lítið legg-jast fyrir kappann, er hann
leggur grundvöllinn að þeim samanburði.
J. J. þakkar „sam:vinnunni“ svo að segja allt, sem
gert hafi verið til umbóta og framfara í sveitum á
síðustu 2 mannsöldrum (bls. 61). Steinhúsin — mið-
stöðvar — rafmagn — sláttuvélar — bílar — síma-
stöðvar — útvarp — allt er samvinnunni að þakka!
Allt, sem einkennir vélamenningu nútímans, — þetta
stórvirki, sem var auðvaldsins sögulegt hlutverk að
framkvæma, — það reynir J. J. einmitt að þakka sam-
vinnunni. En það, að steinhúsin — miðstöðvarnar —
rafmagn etc. eru að setja hvern bóndann eftir annan
á höfuðið — hverjum er það að þakka, hr. J. J.? En
það, að einmitt sá hluti bændanna, sem helzt þurfa á
sláttuvélum að halda — fá þær ekki — hverjum er það
að þakka, hr. J. J.? Og að bændurnir neita sér um á-
burðinn nú; árið 1933 — hverjum er það að þakka,
hr. J. J.?
Hinar stórstígu vélrænu framfarir á íslandi eru ekki
nein einkenni samvinnunnar sem slíkrar — þær eru
einkenni og fylgjur auðvaldsþróunarinnar með öllum
hennar kostum og misfellum, — og það, að þessar
framfarir nú stöðvast, að hrun vofir yfir landbúnað-
inum hér sem annars staðar í auðvaldsheiminum, það
stafar einmitt af því, að framleiðsluskipulag auðvalds-
ins er orðið fjötur á þessum geysilegu framleiðsluöfl-
um, sem það sjálft hefir þroskað, — fjötur, sem verður
að sprengja, og búið er að sprengja í Sovétríkjunum.
Þegar J. J. hinsvegar hættir að gylla „samvinnuna“
sína með stolnum fjöðrum, og fer að telja upp afrek
hennar á því sviðinu, sem hún sérstaklega á að vinna
á, þá slær frekar út í fyrir honum.
„í skjóli samvinnufélaganna hefir vaxið upp sam-
vinnuflokkur á Alþingi, sem haft hefir forgöngu um
nálega öll umbótamál landsins, síðan hann tók til
starfa“.
Já, hr. J. J. Hvernig fór þessi flokkur með eitt
82