Réttur


Réttur - 01.05.1933, Page 37

Réttur - 01.05.1933, Page 37
valdsins í Rvík í skrílæði sínu ráðist á J. J. — og geri þannig öllum vinnandi landslýð erfiðara að skilja hann og meta réttilega. Æstir, þýzkir þjóðern- issinnar myrtu 1922 Walter Rathenau, einhvern snjallasta stjórnmálamann þýzka auðvaldsins, — og nasista bandíttarnir misþyrma nú þeim leiðtogum sosialdemokrata, sem áþreifanlegast hafa svikið verkalýðinn, — svo sem Sollmann þeim, er hleypti kronprinsinum inn í Þýzkaland. Það er því ekki að vita hvaða örlög bíða J. J., ef fasisminn nær völdum hér á íslandi — og notabene! — ef honum ekki tekst að vera fasistaforingja sjálfum! Því þó sá fas- ismi beinist fyrst og fremst að því að drepa niðui’ forustuflokk verkalýðsins, kommúnista, þá sýnir Þýzkaland það, að hann, í villimennsku sinni hvorki skirrist við að myrða pólitíska feður sína né bræður, Baráttan gegn fasismanum er einmitt nú stórvægi- legasta málið á dagskrá íslenzku þjóðarinnar. Allt sem heitir menning og mannréttindi, hver snefill af frelsi og umbótum, sem aflast hefir með harðvítugri baráttu undirstéttanna, er í veði. Og það er stærsti glæpurinn, sem hægt er að drýgja gagnvart undir- stéttunum að kljúfa þær og hindra í þessari baráttu upp á líf og dauða. En það er það hlutverk, sem J. J. og Framsóknarbroddamir leika gagnvart bændum, eins og kratabroddarnir með minnkandi árangri hafa það á hendi í verkalýðsstéttinni. Eina baráttan gegn fasismanum, sem sigur getur borið, er um leið baráttan gegn auðvaldsskipulag- inu sjálfu, — róturn fasismans og orsökum. — Og í þeirri baráttu hefir einmitt J. J. svikið. Eini möguleikinn til að afmá fasismann úr heim- inum um aldur og eilífð, er að koma sosialismanum á, — það sannar rússneska fordæmið bezt. — Og einmitt á móti því berst J. J. með oddi og egg. Eftir að reynslan hefir nú dæmt J. J. (og stefnu hans), — og valdatímabil hans afhjúpað, hvernig 101

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.