Réttur


Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 26

Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 26
að bylting sje það, að 200 vopnaðir kommúnistar ráðizt á blessaða, saklausa, vopnlausa burgeisana, setji þá alla í fangelsi og taki svo völdin. Ef við hefðum viljað gera svona „byltingu“, þá hefðum við getað gert hana fyrir þó nokkuru síðan. T. d. 9. nóv. Það hefði ekki þurft meir en taka vopna- búðir Reykjavíkur að kveldi þess dags, vopna verka- lýðinn að svo miklu leyti, sem hægt var og svo ráð- ast á stjómarráðið. Og þetta hafa auðsjáanlega hjartveikir ístrubelgir og skilningssljóir stjórnspek- ingar haldið að við ætluðum að gera. En það er ekki þannig, sem bylting er gerð, hr. Jónas frá Hriflu. Slíkt væri „Kup“ — ekki bylting. Skilyrðin fyrir byltingu kommúnista eru þessi: að þýðingarmesti hluti verkalýðsins fylgi flokknum, að aðrar fátækar og kúgaðar alþýðustéttir fylki sér að meira eða minna leyti undir forystu verkalýðsins, — og að yfirstéttin sjálf sje sundruð og ráðþrota. Þessi skilyrði eru að skapast smátt og smátt — og nú hraðar og hraðar, — en þau eiga ekkert skylt við spurs- málið um 200 vopnaða kommúnista, sem tækju völd- in í krafti vopnleysis hinna. Þvert á móti. Þegar verkalýðsbyltingin verður á Islandi, þá verður tvímælalaust auðvaldið búið að vopna þjóna sína vel áður. Jónas frá Hriflu og Ás- geir Ásgeirsson hjálpast að, við að undirbúa þann vopnaða lífvörð þess nú: ríkislögregluna. Með lélegri vopnum og verri tækjum í hvívetna, mun verkalýður- inn þá samt sigrast á þeim, sakir samtaka sinna, verk- falla, kröfugangna og uppreisnanna, sem hann kem- ur af stað, jafnvel í her auðvaldsins sjálfs. Og þegar nú verkalýðsbyltingin er orðin á íslandi, hvað gerum við þá við skuldirnar? Og hér komum við að því kyndugasta í allri grein Jónasar. J. J. reynir í allri grein sinni að gera sem minnst úr okkur kommúnistunum, en hann reiknar okkur samt skara svo fram úr öllum öðrum kommúnistum Ev- 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.