Réttur - 01.05.1933, Page 25
fyrir kommúnisma. Og þau dæmi mætti margfalda
eftir vild.
„Æsingamenn, launaðir af rússnesku fé“ — það
er herópið í öllum auðvaldsblaðakór Islands, hjá
Eiði Kvaran, Valtý, Jónasi og krötunum. Og það er
sálfræðilega skiljanlegt hjá þeim mönnum, sem álíta
að það fyrsta, sem eigi að gera við eina sann-
færingu, það sé að selja hana, — og það eina, sem
eigi að gera við hæfileika, sje að græða á þeim
peninga. Hvernig eiga þeir menn, sem sjálfir eru
hálaunaðir til að svíkja þá stjett eða þjóð, sem þeir
sjálfir þykjazt berjast fyrir, að skilja að nokkurir
menn geti kauplaust verið stétt sinni og stefnu
trúir?
VI. Hvað gerir kommúnistabylting
á íslandi?
Loks kemur J. J. að byltingunni sjálfri. Fyrst
reynir hann að læða inn þeirri skoðun, að kommún-
istar sitji auðum höndum og ,,bíði eftir byltingunni“.
Það höfum við þegar sýnt fram á, að er rangfærsla.
Kommúnistar standa þvert á móti fremst í barátt-
unni fyrir öllum dægurkröfum fjöldans og vinna
eftir mætti gegn skemdarstarfi J.J., M. G. og þeirra
félaga, gegn tollahækkunum þeirra, ríkislögreglu,
launalækkunum, réttarhneykslum þeirra og öðrum
árásum þeirra á alþýðu landsins. Því betur sem geng-
ur að sigra í þessari dægurbaráttu, því meir lokast
öll sund fyrir auðvaldið, lok?.st leið þess út úr krepp-
unni og hámark þessa er endalok valda þess með
myndun verkamanna- og bændastjórnar á Islandi,
— með byltingu verkalýðs og fátækra bænda. J. J.
reynir nú fyrst og fremst að skapa gersamlega ranga
hugmynd um byltinguna. Hann virðist að eins þekkja
eina „byltingu“ í veraldarsögunni — og það er
„bylting“ Jörundar hundadagakonungs. J. J. heldur
89