Réttur - 01.05.1933, Page 17
hreyfingu undirstéttanna, sem einmitt nú á vorum dög-
um hefir möguleikann til að vinna glæsilegasta hlut-
verkið í sögu mannkynsins: að afnema stéttaþjóðfé-
lagið með allri þess kúgun og kvöl, skerandi eymd og
fátækt mitt í allsnægtum mannfélagsins. Aldrei hefir
nein yfírstétt eða menntalýður hinnar ríkjandi stéttar
verið svo sneydd sæmilegum kröftum, að einhverjir
meðlimir þeirra hafi ekki gengið í lið með undirstétt-
unum, þegar þær lögðu til byltingabaráttunnar. Það
sannar jafnt saga Rómverja til forna sem franska bylt-
ingin — og það vakir fyrir Marx, er hann segir í
Kommúnistaávarpinu: „Fyrrum snerist fjöldi að-
alsmanna til fylgis við borgarastéttina. Nú endur-
tekur sig hið sama. Fjölmargir borgarar fylkja sér
undir merki öreigalýðsins. Eru það einkum mennta-
menn, sem hafa aflað sér vísindalegrar þekkingar á
söguþróuninni“.
Þegar J. J. því talar hæðnislega um „þessa há-skóla-
pilta“, þá er hann að reyna að villa sýn á að hér er að
nokkru leyti um algengt sögulegt fyrirbrigði að ræða.
En hinsvegar frábiðjum við okkur gersamlega að vera
blandað saman við þá menn, sem að vísu þykjast yfir-
gefa burgeisastéttina, og tala á móti henni í orði
kveðnu, en reyna hinsvegar aðeins að fylkja öreigalýð
sjávar og sveita undir hin sérstöku merki sín — sem
ekki reynast annað en mismunandi vörumerki auðvalds-
ins sjálfs. Við þá erindreka, sem auðvaldið sendir úr
sinni stétt inn í herbúðir verkalýðsins til að kljúfa þar
og sprengja, — viljum við ekkert hafa saman að
sælda. Og þess vegna er það líka að einmitt við —
menntamennirnir í kommúnistaflokknum — vörum
verkalýð og alla alþýðu hvað alvarlegast einmitt við
blekkingum menntalýðsins.
IV. »Samvinna« og samvinna.
Svo tekur J. J. fyrir samanburðinn á því, sem sam-
vinnan og kommúnisminn hafi gert fyrir þjóðina. Og
81
L