Réttur - 01.05.1933, Page 58
þarfir vinnandi stétta fyxár augum en ekki í hags-
munaskyni fyrir fámenna yfirstétt, er þetta fyrir-
komulag í nánu samræmi við þjóðfélagsheildina.
Iðnaður í bæjunum undir stjóm verkalýðsins og
samyrkjubúin til sveita undir stjórn vinnandi al-
þýðu þar eru tvær greinar á sama meiði. Hvort
tveggja er jafnóhugsandi án þess að bylting hafi átt
sér stað; lífvænleg þróun hvorstveggja er óhugt.andi
fyrr en eftir valdatöku verkamanna og fátækari
bænda.
Segjum svo að samvinnubyggðunum tækist að
auka framleiðsluna eins og segir í grg. frv. frá því
sem nú er. Slíkt er mögulegt, þar sem auðveldara
yrði að koma við vélum í þéttbýlinu. En myndi það
út af fyrir sig bæta mikið úr skák? Nú sem stendur
vanta bændur fyrst og fremst markað fyrir afurð-
ir búanna, og ekki myndu sölumöguleikar aukast við
það, að enn bættust vörur við á yfirfullan mai'kað-
inn, jafnframt því sem kjör verkalýðsins við sjávar-
síðuna fara versnandi og kaupgetan minnkandi
vegna lækkandi launa, atvinnuleysis, hækkandi tolla
á innfluttar nauðsynjar o. s. frv. Samvinnubyggðirn-
ar hefðu enga möguleika á því að vinna bug á þess-
um erfiðleika, þær yrðu ekki, fremur en kaupfélög-
in fæi'ar um að í'áða bót á kreppunni eða stemma
stigu fyrir hana. Hér er því ekki um neina róttæka
viðleitni að ræða til þess að taka fyrir mein þjóðfé-
lagsins, heldur er aðeins verið að vekja þær tálvon-
ir hjá smábændunum, að samvinnufélagsskapur sé
bót allra meina, að samvinnufélagsskapur sé sú
,,hugsjón“, sem þeir eigi að berjast fyrir. En sam-
vinnufélagsskapur innan vébanda auðvaldsins er
ekkert annað en nýtt, skipulegra form fyrir banka-
auðvaldið sérstaklega til þess að drottna yfir vinn-
andi stéttum. Eða hvað segja ,,hugsjónamenn“ sam-
vinnuhreifingarinnar um það, þegar Ólafur Thors
og aðrir stórútgerðannenn mynda með sér samvinnu-
122