Réttur - 01.05.1933, Qupperneq 28
skuldirnar, meðan við værum neyddir til, til þess
að forðast innrás auðvaldsins í landið. Það væri álíka
og það sem Bolshevikkar gerðu í Brest Litovsk 1918.
Og við myndum ef til vill í því tilfelli greiða vext-
ina og afborganirnar til hins gráðuga brezka auð-
valds, — en ekki pína þá peninga undan nöglum
sárþjáðrar íslenzkrar alþýðu, eins og J. J. prédikar,
heldur henda í ginið á brezka bankavaldinu auðn-
um, sem Stefán Thorarensen, Páll á Þverá, og aðrir
slíkir hafa svælt út úr íslenzku alþýðunni — undir
verndarvæng samvinnu- og íhaldsflokksins — á und-
förnum áratugum.
Þá heldur J. J. að ekki þyrfti nema ,,milda teg-
und af verzlunar- og viðskiftabanni“, til að beygja
okkur. En þó J. J. hafi svínbeygt sig fyrir spánska
vínauðvaldinu af álíka ástæðum, þá erum við betur
staddir. íslenzka auðvaldið er veikt og einangrað og
á engan vin — og það verður að sæta hinum verstu
kjörum hjá stéttar-„bræðrunum“ sínum erlendis, og
reynir svo aftur að bæta sér það upp með því vægð-
arlausari kúgun innanlands. En verkamanna- og
bændastjórn á íslandi myndi eiga hauk í horni, þar
sem er fyrst og fremst Sovétríki verkalýðs og bænda,
sem nær yfir sjötta hluta jarðarinnar, og enn fremur
hinn byltingasinnaði verkalýður allra landa. Á „frið-
artímum“ — þó ekki séu skárri en nú, — getur
því verkamanna- og bændastjórn á íslandi brotið
hvaða viðskiftabann, sem er, á bak aftur með aðstoð
hins sigri hrósandi rússneska verkalýðs. Frá honum
getum við þá fengið allar þær vörur, sem við þurfum,
og látið í skiftum það, sem við getum út flutt. Slíkt
væri þá ekki aðeins verslun, — heldur fyrst og
fremst samhjálp í stéttabaráttunni. Og sökum þessa
möguleika hrynur öll von J. J. um það, að sökum
þess að slíka „stjórn landsins myndi vanta gersam-
lega tiltrú fjármálamanna í mestu löndum“, myndi
hún missa allan grundvöll og hrynja“. En hins vegar
92