Réttur


Réttur - 01.05.1933, Side 53

Réttur - 01.05.1933, Side 53
reyndu að viðhalda áhrifum húsbænda sinna á menntamennina með því að túlka þeim, að alræðis- stjórn verkalýðsins veitti þróun vísindalegrar hugs- unar ekkert frelsi; því að í augum þeirra var hver fræðimaður fulltrúi borgarastéttarinnar. Nú getur jafnvel blindur maður séð, hvorir sannara mæltu. í Sovétríkjunum geta gömlu lærdómsmennirnir starf- að, þó að þeir væri fyrir byltinguna nátengdir borg- arastéttinni og meiri hluti þeirra sé ekki enn geng- inn yfir til kommúnismans; sovétstjórnin og öll þjóð- in fylgizt með störfum þeirra og veitir þeim stuðn- ing. Afrekum efnafræðinga okkar og eðlisfræðinga, líffræðinga og jarðfræðinga er veitt athygli um allt land og öll þjóðin er stolt af þeim. Og kommúnista- flokkurinn, leiðtogi sovétríkjanna, hvetur meðlimi sína til að læra af þessum gömlu vísindamönnum borgarastéttarinnar, hann verðlaunar afrek þeirra sem framkvæmdir í þágu þjóðarinnar, er tengt hef- ir örlög sín framgangi vísindanna. Við kommúnistar gönum ekki í blindni við ávöxtum borgaramenning- arinnar. Kommúnisminn er menning, sem byggð er upp með leystum vinnukrafti í samræmi við þróun- arlögmál. sögunnar á grundvelli materialismans. — Kommúnisminn heyir baráttu gegn heimspekisarfi hugsæisstefnunnar. En samtímis því, að brúnstakka- sveitirnar þýzku brenna nú verk Marx’, Lenin’s og Stalin’s, svo að næst geta þeir bi'ennt rit Darwin’s, gefum við út þýðingar á ritum hins mikla hugsæis- manns, Hegels, til þess að kynnast þeirri leið, sem mannkynið gekk yfir til Marxismans. Kommúnisminn óttast ekki kenningar idealistanna. því að hann sigr- ar þær í hugsun og framkvæmd. Kommúnisminn reis- ir bygging framtíðarinnar upp af öllum stórvirkjum mannsandans á liðnum tímum. Fasisminn kæfir þau frjómögn framtíðarinnar, sem búa í nútíma borgaru- vísindum, í þeim tilgangi að eyða fóstri bvltingarinn- ar í móðurlífi borgarastéttarinnar. Tækist honum 117

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.