Réttur - 01.05.1933, Page 15
sem sífellt færist nær, mun tvímælalaust kommúnistum
þar vaxa geysilega fylgi. Afnám fríverzlunarinnar —
fall sterlingspundsins — flotauppreisnin í Invergordon
— allt eru þetta vörður á helvegi brezka heimsveldis-
ins. Og barátta verkalýðsins vex þar að sama skapi.
III. Mentamennirnir próflausu
og kommúnisminn.
Þá kemur J. J. að aðalmálinu, hvort kommúnisminn
geti sigrað hér á Islandi og hvaða möguleika hann
hafi til að hjálpa fólkinu í lífsbaráttu þess. Hann eys
í þessu sambandi lofi á samherja sína í Alþfl. Eg ætla
ekki að eyða orðum að þeirra „endurbótastarfi“ hér.
J>að er um sama leyti tekið rækilega fyrir í sérstökum
bækling: „Samfylking — þrátt fyrir allt“, eftir Brynj-
ólf Bjarnason.
J. J. byrjar með því að telja kommúnismann flutt-
ann hér inn af „þýzkmenntuðum háskólapiltum“, sem
c,kki hafi lokið prófi í Þýzkalanaif' Og honum finnst
auðsjáanlega að þetta sé afar veigamiKÍð atriði — til
áfellis fyrir kommúnismann.
En sannleikurinn er sá, að flestallar nýjar stefnur,
sem borizt hafa hingað til landsins, hafa einmitt verið
bornar fram af próflausum menntamönnum, sem sótt
bafa hinar nýju kenningar út í veröldina, boðað þær
hér í óþökk allra afturhaldsafla — unz þær hafa sigr-
að, af því þær voru í samræmi við kröfur og þarfir
þeirra stétta, sem á þeim tíma sóttu fram í landinu. —
Það fór lítið fyrir prófunum hjá þeim Baldvin Einars-
syni, Jónasi Hallgrímssyni, Jóni Sigurðssyni og öðrum
frumherjum íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu. Það fór enn
minna fyrir prófunum hjá Þorsteini Erlingssyni, Gesti
Pálssyni og Stephani G. Stephanssyni — þessum braut-
ryðjendum sósíalismans í bókmenntum Islands. Og það
var líka einu sinni maður, sem ferðaðist milli Berlín,
París og Lundúna, sótti þar skóla, og tók hvergi próf
79