Réttur


Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 15

Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 15
sem sífellt færist nær, mun tvímælalaust kommúnistum þar vaxa geysilega fylgi. Afnám fríverzlunarinnar — fall sterlingspundsins — flotauppreisnin í Invergordon — allt eru þetta vörður á helvegi brezka heimsveldis- ins. Og barátta verkalýðsins vex þar að sama skapi. III. Mentamennirnir próflausu og kommúnisminn. Þá kemur J. J. að aðalmálinu, hvort kommúnisminn geti sigrað hér á Islandi og hvaða möguleika hann hafi til að hjálpa fólkinu í lífsbaráttu þess. Hann eys í þessu sambandi lofi á samherja sína í Alþfl. Eg ætla ekki að eyða orðum að þeirra „endurbótastarfi“ hér. J>að er um sama leyti tekið rækilega fyrir í sérstökum bækling: „Samfylking — þrátt fyrir allt“, eftir Brynj- ólf Bjarnason. J. J. byrjar með því að telja kommúnismann flutt- ann hér inn af „þýzkmenntuðum háskólapiltum“, sem c,kki hafi lokið prófi í Þýzkalanaif' Og honum finnst auðsjáanlega að þetta sé afar veigamiKÍð atriði — til áfellis fyrir kommúnismann. En sannleikurinn er sá, að flestallar nýjar stefnur, sem borizt hafa hingað til landsins, hafa einmitt verið bornar fram af próflausum menntamönnum, sem sótt bafa hinar nýju kenningar út í veröldina, boðað þær hér í óþökk allra afturhaldsafla — unz þær hafa sigr- að, af því þær voru í samræmi við kröfur og þarfir þeirra stétta, sem á þeim tíma sóttu fram í landinu. — Það fór lítið fyrir prófunum hjá þeim Baldvin Einars- syni, Jónasi Hallgrímssyni, Jóni Sigurðssyni og öðrum frumherjum íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu. Það fór enn minna fyrir prófunum hjá Þorsteini Erlingssyni, Gesti Pálssyni og Stephani G. Stephanssyni — þessum braut- ryðjendum sósíalismans í bókmenntum Islands. Og það var líka einu sinni maður, sem ferðaðist milli Berlín, París og Lundúna, sótti þar skóla, og tók hvergi próf 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.