Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 29
er þessi yfirlýsing J. J. og þessi sjerstaka trú hans
á afstöðu „fjármálamannanna“ til kommúnistastjórn-
ar hér einkar merkileg. Hann er sá maðurinn, sem
kunnugastur eða næstkunnugastur mun vera í must-
erum bankaauðvaldsins í Lundúnum, hjá Hambros
Band og Barclay’s, hefir hvað eftir annað komið
fram sem trúnaðarmaður þeirra hér og mun tvímæla-
laust tala fyrir munn þeirra í þessari grein — eins
og 12. sept. 1931 í ,,Tímanum“. Hann getur nú talað
djarft í nafni hins erlenda fjármálaauðvalds, — en
hann reiknar bara ekki með því afli, sem síðan
1917 hefir stofnað tilveru þessa auðvalds í tvísýnu,
byltingarhreyfingu alþýðunnar um allan heim, sem
þegar hefir skapað Rússland 5-ára áætlunarinnar,
Sovét-Kína, og nú ólgar undir í allri Evrópu, Ame-
ríku og Asíu. Og þó við kommúnistar á íslandi, séum
smáir, þá erum við samt hluti af afli því, sem stöðvað
hefir allar kolanámur Englands, járnbrautir þess og
skip, stofnað flota þess í tvísýnu og lamað völd þess
yfir nýlendunum, — en vald það, sem J. J. treystir
á og er fulltrúi fyrir, fjármálauðvald Breta, hefir
nú orðið að þola hverjar hrakfarirnar eftir aðrar:
fall sterlingspundsins, uppgjöf fríverzlunarinnar og
ósigurinn í samkeppninni við Bandaríkin.
Og svo komum við að því lífakkeri gagnbyltingar-
innar á íslandi, sem J. J. treystir bezt næst fjár-
málaauðvaldi Bretlands. Það er bændastéttin. „Það
er gersamlega ómögulegt, hvorki fyrir kommúnista
eða svartliða, frá höfuðstað íslands að gera bændur
landsins að þrælum sínum. íslenzku sveitamennirn-
ir hafa lifað frjálsmannlega í sambúð við stórfeng-
lega og erfiða náttúru í þúsund ár. — Ekkert er fjar-
stæðara en að lítill byltingaflokkur úr kaupstöðun-
um geti undirokað þá“. (Bls. 73).
Það er alveg rétt, hr. J. J., að það er gersamlega
ómögulegt fyrir kommúnista frá höfuðstað landsins
að gera bændur að þrælum sínum. Til þess þarf
93