Réttur - 01.05.1933, Page 36
tryggja arðrán og kúgun auðvaldsins gagnvart vei'ka-
lýð og bændum.
Og ,,lýSræði“ J. J. gerði meira en afhjúpa sig sem
nýtc drottnunarfyrirkomulag fyrir Hambros Bank,
Kveldúlf, Shell og Co. Það þroskaði jafnframt vísan
að hinum opinbera fasisma auðvaldsins. Því lýð-
ræði J. J. hélt auðvitað auðvaldsskipulaginu við og
olli með því komu kreppunnar — þessarar óviðráð-
anlegu fylgu auðvaldsskipulagsins — og hvað er nú
orðinn árangurinn eftir 6 ára starf og tvöfaldar sam-
steypustjómir Framsóknar með bræðingum á báða
vegu: Atvinnuleysi eins og fsland hefir aldrei þekkt
það áður, síversnandi lífskjör verkamanna og smá-
bænda, óbærilegar skuldabyrðir sveitafólksins. hrun
millistéttanna í bæjunum.
Og það er þetta ástand, þessi kreppa, sem fram-
kallar fasismann. Þegar auðmannastéttin hefir ekki
lengur ráð á að halda verkalýðnum rólegum með
smáendurbótum, kaupa skást settu hlutana úr al-
þýðunni til sjávar og sveita í lið með sér með sér-
stökum fríðindum, þegar sívaxandi hluti lýðsins rís
upp gegn ófamaði og vitfirringu yfirráða hennar, —
þá grípur auðvaldið til nakins ofbeldis til að halda
lýðnum undir okinu áfram. Og einmitt dómsmálaráð-
herrann, Jónas Jónsson ruddi brautina fyrir þeirri
beitingu ofbeldisins með því að siga lögreglunni á
verkalýð Reykjavíkur í garnadeilunni, hilma yfir
með Keflavíkurræningjunum og ofsækja kommún-
ista, sem þátt tóku í atvinnuleysisbaráttunni 1980.
J. J. er því einn aðalbrautryðjandi fasismans á ís-
landi — eins og raunar allir hinir svokölluðu lýðræð-
isforingjar. Hafi hann fengið verðugan eftirmann í
verklýðsofsóknum, þar sem Magnús Guðm. er, þá
er það ennfremur hans sök í og með. ef Gísli Bjarna-
son yrði svo eftirmaður þeirra beggja síðar meir.
En þetta brautryðjendastarf J. J. fvrir fasism-
ann, hindrar ekki að fasistaflokkur kaunmanna-
100