Réttur - 01.05.1933, Qupperneq 55
verja til þátttöku í menningarstarfi mannkynsins. Al-
menningsálitið í Sovétríkjunum lætur það ekki við-
gangast, að þýzka þjóðin í heild sé sökuð fyrir hermd-
arverk hinna vitfirrtu fasista, hversu hátt sem þeir
gala um það, að þeir sé fulltrúar hins „sanna þýzka
anda“. Almenningsálitið í Sovétríkjunum veit, að
hæfileikarnir, sem gert hafa Þjóðverja að forustu-
þjóð, gera þá einnig í framtíðinni að forustuþjóð
.sósíalismans.
Fyrir almenningsálitið í Sovétríkjunum tákna hinir
brennandi bókahlaðar fyrir framan háskólann í Ber-
lín ekki hrun menningarinnar sem slíkrar, heldur
hrun hinnar borgaralegu menningar. Þeir gefa til
kynna, að menning sósíalismans verður að fá sterkari
byr í seglin, að vísindamennirnir verða að taka hönd-
um saman við verkalýðinn, sem byggir upp sósíal-
ismann, því að hann einn getur skapað skilyrðin fyr-
ir hina nýju, miklu menningu heimsins.
Kr. E. A. þýddi.
Samvinnubyggðir.
Hér á landi er komin þó nokkur reynd á samvinnu-
,,hugsjónina“, sem svo mjög hefir verið gumað af á
undanförnum árum.
Samvinnumenn komu þeirri trú inn hjá smábænd-
um í sveitum, að með myndun kaupfélaga væri stigið
stórt spor í áttina til afnáms á auðvaldsþjóðfélaginu.
JVIeð því móti mætti takast að breyta þessu þjóðfélagi
smám saman í þjóðfélag, sem enga kúgun þekkti,
ekkert arðrán. Bylting væri óþörf, allt gæti þetta þró-
ast á friðsamlegan hátt, og þeir voru stimplaðir
skýjaglópar, sem ,,prédikuðu“ byltingu, og á þeim
119