Réttur


Réttur - 01.05.1933, Page 23

Réttur - 01.05.1933, Page 23
únistaflokkurinn var myndaður (í des. 1930) hefir fyrst og fremst verið háð undir foi'ustu þess flokks. Það er verkalýðurinn undir forustu kommúnista, sem bætti lífskjör verkamanna í Vestmannaeyjanj, sem sigruðust á Kveldúlfi í verkfallinu í maí 1932. Það er hann, sem bætti lífskjör iðnnemanna í Rvík með járniðnaðarverkfallinu í janúar 1933. Það er hann, sem bætti lífskjör verkamannanna og sveitamann- anna, sem knúðu fram kauphækkanirnar við slátur- húsin á Akureyri og Borgarnesi síðasta haust. Og þannig mætti lengi telja. En það er J. J. sem með öðruru álíka herrum, hefir barizt meo oddi og egg á móti þessari bót lífskjaranna og ekki hikað við að láta siga lögreglu gegn þeim atvinnuleysingjum, sem leituðust við að bæta lífskjör sín með því að fá of- urlitla atvinnubótavinnu. Og samt vitum við komm- únistar að engin þessi lífskjarabót er varanleg meðan auðvaldsskipulagið stendur og það segjum við alþýð- unni. Aðeins með harðvítugustú baráttu verða þessar kjarabætur knúðar fram og þeim viðhaldið — og sú barátta skerpist nú svo að hún verður þá og þegar að baráttunni um það hvort auðvaldsskipulagið eigi að halda áfram að vera til eða ekki, af því það ekki þolir neinar lífskjarabætur fyrir alþýðuna lengur. Og í þeirri baráttu berst J. J. harðvítuglega á móti öll- um lífskjarabótum alþýðu og þá auðvitað gegn þeirri einu, sem gert gæti þær varanlegar, stórfelldar og fullkomnar: byltingu verkalýðs og bænda. Og svo spilar J. J. út trompinu — í einum kór með Valtý Stefánssyni, Erlingi Friðjónssyni og öðrum lé- legustu blaðasnápum landsins —: Kommúnistarnir vinna fyrir kaup að því að útbreiða byltingarkenn- ingar, — rússneska gullið etc.!! Svo djúpt gat þá J. J. sokkið í ,,rökum sínum.“ Og það þegar hann veit betur en nokkur annar, að hafi kommúnisminn gert kjör nokkurra manna verri en þau voru, þá er það lífskjör þeirra, sem fremst standa í kommún- 87

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.