Réttur


Réttur - 01.05.1933, Page 11

Réttur - 01.05.1933, Page 11
skulda fátækra bænda, afnámi tolla á nauðsynjum, þá skulum við starfa með þeim að þeim málum, en við förum hinsvegar ekki í þau hrossakaup að það, sem al- þýðunni yrði þannig- rétt með annari hendinni, yrði tek- ið aftur með hinni, t. d. með auknum tollum á alþýðu í stað hækkaðra skatta á auðmönnum. (Sbr. Byggingar - og landnámssjóð). Og við skorum á herra J. J. að taka upp með okkur virlcilega baráttu fyrir því, að enginn megi hafa hærri laun en 8000 kr. — og við skulum vita hvað hálaunamennirnir í hans eigin hóp segja við því að þetta verði knúið fram. Staðhæfingar J. J. um afstöðu okkar til umbótanna eru svo alrangar, að sannleikurinn er sá, að við erum nú eini flokkurinn, sem berst fyrir virkilegum umbóc- um á hag verkalýðs og fátækra bænda. I>að erum við, sem höfðum forustuna í baráttunni fyrir því, að at- vinnuleysingjarnir í Reykjavík fengju atvinnubóta- vinnu og síðan í því að hindra lækkun á kaupi þeirra. En hvorttveggja kostaði bardaga við ,,umbótalögreglu“ Framsóknar. I>að eru kommúnistar, sem hafa forust- una í þeirri umbótaviðleitni verkalýðsins á Siglufirði að bæta kjör sín með kauphækkun, — og það eru flokksmenn J. J., sem nota ,,umbóta“-fyrirtækið, ríkis- verksmiðjuna, sem grjótpálinn fyrir kauplækkunarárás auðvaldsins. Við kommúnistar heyjum með baráttu fyrir umbótum á kjörum verkalýðs og fátækra bænda, og við fögnum hverjum bandamanni, sem við eignumst þar í, en hrossakaupin og múturnar, sem J. J. vill setja í stað endurbótanna, frábiðjum við okkur. En okkur er það líka ljóst, að auðvaldið þolir ekki einu sinni þessar litlu umbætur, sem við erum að berjast fyrir. Svo ófært er það orðið til þess að veita hinum vinnandi stéttum sæmileg lífskjör. Og þess vegna eru líka flokkarnir, sem um fram allt hugsa um að viðhalda auðvaldsskipulag- inu, orðnir andvígir umbótunum, orðnir afturhalds- flokkar í rauninni, hvað mikið, sem þeir svo prýða sig með umbótanafninu. Og þess vegna er líka okkar um- 75

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.