Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 27
rópu, að það sé eingöngu hugsanlegt að bylting geti
orðið hér, —- en hvergi annars staðar í Evrópu, utan
Rússlands! Og á þessu byggir hann allar hugleiðing-
ar sínar um útstrikun skuldanna, innrás erlendra
herja o. s. frv.
Það eru öll líkindi til þess, að verkalýðsbyltingin
verði í ýmsum löndum Evrópu á undan íslandi, sér-
staklega Mið-Evrópu og einkum Spáni, — og ef hún
væri orðin í Bretlandi, væri auðvitað valdataka
verkalýðsins og uppbygging sosialismans miklu auð-
veldari hér en ella.
Þar sem byltingarhreyfingin nú er í geysilegum
uppgangi á Spáni og bylting þar mæta vel hugsanleg
innan skamms, þá bætir það einmitt afar mikið fyrir
möguleikum verkalýðsbyltingar á íslandi, þar sem
Spánn kaupir af íslendingum yfir helming allrar
útflutningsvöru. Það lægi áreiðanlega J. J. og vald-
höfunum á íslandi nær að hugsa sér hvað þeir sjálf-
ir gerðu, þegar Sovétstjórn í Madrid, ef til vill stöðv-
aði saltfiskinnflutning frá auðvalds-íslandi, en að
hælast um af ímynduðum vandræðum verkamanna-
og bændastjórnar á íslandi, gagnvart valdboðum
Lundúnabankanna.
En við skulum gera ráð fyrir því allra erfiðasta:
að verkamenn og fátækir bændur íslands gerðu bylt-
inguna hér á undan alþýðustéttum nágrannaland-
anna. Væri verkalýður þeirra samt í uppgangi og
auðvaldið ætti fullt í fangi með að halda sér í sessi
og uppreisnum í brezka herflotanum eins og í Inver-
gerdon, fjöldaði með hverjum mánuði, — þá mynd-
um við hér líka strika út skuldir brezka auðvalds-
ins á íslandi. En ef verkalýðurinn í þessum mikil-
vægustu löndum væri svo veikur, að við ekki gætum
treyst honum til að hindra hersendingu gegn ís-
lenzkri verkamanna- og bændastjórn, eins og hann
gerði, er England ætlaði í stríð við Sovétríkin 1921,
þá myndi geta komið til mála, að við viðurkendum
»1