Réttur


Réttur - 01.05.1933, Page 1

Réttur - 01.05.1933, Page 1
Efling kommúnismans og andóf Jónasar frá Hriflu Það hefir sleg-ið alvarlegum ótta á valdhafana á ís- landi. í Reykjavík skulfu burgeisarnir af hræðslu 9. nóv. og óttuðust yfirvofandi byltingu öreiganna á möl- inni. Á Akureyri kveinar Brynleifur Tobíasson sem fulltrúi burgeisanna þar undan harðvítugri vinnudeilu verkamanna, kallar hana „uppreisn“ og heimtar ríkis- lögreglu í skyndi. Á Alþingi er samþykkt að koma á ríkislögreglu gegn verklýðshreyfingunni. Og auk þess gerir „úrvalslið“ auðmannanna, Páll á Þverá, Stefán Thorarensen & Co., út fasistaflokk, til að ráðast á verkamenn og sérstaklega kommúnista. Hver er orsökin til þessara fasistisku ráðstafana yf- irstéttarinnar og þessa ótta, sem framkallar þær? Orsökin er sú, að skipulagið, sem auðvaldið byggir vald sitt á, er að hrynja. Auðmannastéttin íslenzka get- ur ekki einu sinni notað vinnuafl þræla sinna lengur til gróða — þeir ganga atvinnulausir í þúsundatali — •og á meðan standa atvinnu'tækin, gróðafyrirtækin, sem þau áttu að vera, ónotuð — og afurðirnar — maturinn hrúgast niður óseldur, meðan fólkið sveltur, mitt í alls- nægtunum, sem það hefir framleitt, en fær ekki sjálft að njóta. Og til sveita sligast bændur undir fargi skuldanna og örbirgðin gerist tíðari gestur á íslenzkum kotbæjum en nokkru sinni fyrr á þessari öld. Auðvaldsskipulagið hefir dæmt sig sjálft til dauða. •Sívaxandi hluti verkalýðs og fátækra bænda er ákveð- inn í að framkvæma þennan dauðadóm. Sú ákvörðun 65

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.