Réttur - 01.05.1933, Side 51
snillingunum, sem lýst hafa leið mannkynsins, megna
þeir ekkert fram að færa nema glamur og miðalda-
legt ofstæki. Fyrir alla, sem snúa vilja rás þróunar-
innar við, er nám nútíma kommúnisma sama og
memento mori. Fasistablaðið „Tágliche Rundschau“
varaði við því að banna lestur á ritum Marx’ með
þeirri röksemd, að nútímamenn hefði enga möguleika
til að kynna sér þróun þjóðfélagsmála nema eiga að-
gang að verkum Marx , hvort sem þeir áliti kenning-
ar hans réttar eða rangar. Fyrir frumhlaup þetta fékk
blaðið rétta verðskuldun. Það var gert upptækt og
útkoma þess bönnuð, þar til það lofaði að glopra
ekki oftar fram úr sér jafn óþægilegum sannindum.
Fasistaungviðið takmarkar ekki spellvirki sín við þau
rit, sem segja fyrir um óhjákvæmilegt hrun þess,
heldur eyðir það líka hinu veikbyggða afsprengi borg-
aramenningarinnar, demokratiska haustgróðrinum,
sem spratt upp í þýzkum bókmenntum eftir stríðið.
Zweig, Mann, Döblin — rithöfundar, sem skipuðu
sér lýðveldinu til varnar — eru jafnvel bornir á bálið
eins og Remarque, Gláser og aðrir, er reyndu að lýsa
ógnum styrjaldarinnar. Hvorki Remarque né Gláser
hafa bent á byltingaleiðina útj úr ógöngunum, sem
stórveldastefnan hefir leitt þjóðirnar út í. En sú stað-
reynd, að höfundar þessir sýndu verkalýðnum fram
á, hver örlög hans biðu frammi fyrir fallbyssukjöft-
unum, nægði til að kveikja hið megnasta hatur til
þeirra hjá þeim mönnum, sem sjá lausnina í nýju
heimsstríði. Við vitum ekki, hvort brennd hafa verið,
ásamt ritum kommúnista, sósíaldemokrata og friðar-
vina, verk náttúrufræðinganna, sem ýmist voru rekn-
ir frá háskólunum eða sögðu af sér embættum í mót-
mælaskyni við sigur miðaldastefnunnar. — Brennu-
skýrslurnar herma, að bækur Freuds hafi verið born-
ar á eldinn, en þagað er yfir nafni hins fræga eðlis-
fræðings Frank’s og efnafræðingsins Haber’s, s m
fann aðferðir til að framleiða nitrogen og sá Þjóð-
115