Réttur


Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 31

Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 31
Jón Árnason ógnaði verkalýð Reykjavíkur með í grein sinni 31. des. 1930, þegar hann talaði um að llytja fyrirtækin þaðan burtu og þá gæti svo farið að verkamenn þyrftu um annað að hugsa en hvort laun þeirra hækkuðu um 10 eða 15%. En það erum við, sem myndum afnema þá hung- ursneyð, sem valdhafar íslands eru að skapa. Því við myndum úthluta matvæhinum, sem þeir nu láta liggja og skeinmast. Hjá okkur yrði ekki fiskinum fleygt eða hætt við að fiska hann, til að forðast verðlækkun. Hjá okkur yrði ekki kjötinu hent undir haustið, eftir að búið er að halda því í frystihúsinu í okurverði allan veturinn. Hjá okkur yrði ekki mjólkinni helt niður eða gerð bændunum einskis nýt (t. d. með því að endursenda þeim ársgamla osta úr henni, sem ekki seljast), svo milliliðir gætu okrað á henni við bæjarbúa. Hjá okkur vrði ekki ágætur matur bræddur í áburð — eins og t. d. saltsíldin — þegar fjöldi fólks þarfnast matsins til að borða hann. Því hjá okkur yrði maturinn framleiddur til að borða hann, en ekki til þess nokkrir braskarar gætu grætt á honum. Og hér þar sem allt veður í mat, er það hámark vitfirringar auðvaldsins að nokkur maður skuli svelta, skuli ekki hafa yfirfljótanlegt að borða. Og svo kemur síðasta mótbáran — hin ,,mannlega náttúra" í sinni sérstöku, íslenzku mynd! J. J. segir: ,,Ef framkvæma ætti kommúnisma hér á landi, þá myndi hið þvingaða samstarf og sambúð verða ó- bærilegt böl fyrir landsfólkið“, — ,,öll nauðungar- samvinna hafi gefist illa“ — ,,og því ver, sem hún hefir meir gripið inn í persónulegt líf manna og vinnubrögð þeirra“. Og þetta segir J. J. eftir að ,,Tíminn“ ár eftir ár, hefir predikað „lögþingaða samvinnu“ sem allra meina bót! — og kapitalisminn sjálfur skapað og viðhaldið hinni svívirðilegu ,,nauðungarsamvinnu“ 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.