Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 20
an þessi samvinna er á grundvelli núverandi auð-
valdsskipulags, — og þannig vill J. J. eingöngu hafa
hana, — þá verður hún aðeins ný aðferð til arðráns-
ins á vinnu alþýðunnar auðvaldinu til handa. í stað
álagningar kaupmannaauðvaldsins koma rentur og
afborganir til bankaauðvaldsins. í stað gróða útgerð-
armannsins koma vextirnir og afborganirnar til fyrri
eigenda, banka og erlendra seljenda. Og slíkt skipu-
lag — sem skírt er svo fögru og lokkandi nafni, sem
samvinnuútgerð — getur einmitt á yfirstandandi
krepputímum reynst hið hagkvæmasta ráð fyrir auð-
valdið til að velta allri ábyrgðinni og þar með töp-
unum yfir á verkalýðinn og hefir þegar sýnt sig, t.
d. í Hafnarfirði og Rvík, sem ágæt aðferð til að fé-
íletta sjómenn um þá litlu sparipeninga, sem þeir
hafa átt og ræna þá þar að auki kaupi sínu. Að sefja
,,samvinnu“ eins og J. J. skilur hana, upp á móti
,,samkeppni“, er hinn mesti misskilningur á þróun
kapitalismans. ,,Samkeppnin“ verður að víkja fyrir
,,samvinnu“, — ,,samsteypunni“ — og einokunar-
hringum — en auðvaldsskipulagið kemst þar með
aðeins á enn hættulegra og hærra stig.
Þess vegna er það, að ,,samvinna“ á grundvelli
auðvaldsskipulagsins megnar ef til vill að losa al-
þýðu við einstaka kaupmenn og útgerðarmenn —
en hún kemur henni að sama skapi í klærnar á
bankaauðvaldi, okurhringum (olíu, kol, salt, — á-
burð, landbúnaðarvélar, — o. s. frv.) og ríkisauð-
valdi. Kúgunin breytir um form. Drottnararnir breyta
um nafn. En arðránið eykst. Og frelsið, sem sam-
vinnan ætlaði að flytja bændum, fyrirfinnst ekki.
Samvinnufélögin hafa, einmitt á valdatíma J. J.,
orðið fyrir samskonar örlögum og kristna kirkjan á
tímum Konstantius keisara, og sosialistaflokkarnir
á skeiði Imperialismans (1898—1914) (að undan-
teknum Bolshevikkafl.) þeim — að samtök og stefnur
undirstéttanna eru sviknar í hendur yfirstéttinni og
84