Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 30
svartliða, sem dulklæða sig sem bændavini og segj-
ast ætla að fá bændum bankavald í hendur og gera
þá svo að þrælum þess! Það er ómögulegt fyrir fá-
mennan flokk úr kaupstöðunum að gera bændur að
þrælum sínum. Til þess þarf bankaauðvaldið að hafa
fjölmennan flokk eins og Framsóknarflokkinn í
sveitunum sjálfum — og þá getur það vel látið fá-
mennan flokk stórbroddanna sitja hálaunaðan í höf-
uðstað landsins til að halda bændum rólegum undir
okinu með blekkingum um sigra samvinnunnar.
En kommúnistabyltingin á Islandi, það er einmitt
hvað annan aðalþáttinn snertir, bylting smábænda
og að nokkru leyti miðlungsbænda á íslandi gegn
bankaauðvaldinu og skuldafjötrum verzlunarauð-
magnsins, þar sem þessir vinnandi bændur heimta
aftur þær jarðir til að vinna á, sem bankarnir læ-
víslega hafa af þeim tekið í reyndinni og sviftu þá nú
ávöxtunum af. Það er byltingin gegn þrældómi
skuldavaldsins, byltingin, sem gerir þá að frjálsum
mönnum. Og þá yrði þessum bændum heldur ekki
skotaskuld úr að skapa virkilegar samvinnubyggðir á
samfeldu ræktuðu landi, á Suðurlandsundirlendi, í
Borgarfirðinum, í Húnavatnssýslum, í Skagafirðinum,
svo nefnd séu nokkur dæmi um hentugustu héruðin
fyrir samyrkjubúskap íslenzkra bænda í framtíðinni.
En þó þetta nú allt saman gengi, þá vonar J. J. að
kommúnistaríki á íslandi myndi „skapa hungursneyð
í kauptúnum og kaupstöðum, þar sem flestir lifa af
störfum við útgerð og fiskvinnu“. Það þarf ekki bylt-
ingu til að skapa hungursneyð á íslandi. Það er ver-
ið að skapa hana með hinni rólegu, þingræðislegu,
þjóðlegu þróun, sem J. J. dáist svo að. Það er hung-
ursneyðin, sem er aðalbandamaður auðvaldsins og
allra erindreka þess í baráttunni við verkalýðinn.
Það var hungursneyðin, sem dómsmálaráðherrann
Jónas Jónsson ógnaði verkalýð Siglufjarðar með í
ræðunni 5. sept. 1930. Það var hungursneyðin, sem
94