Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 21
gert að fjötrum á þeim í stað vopns í frelsisbaráttu
þeirra.
En samvinnan, sem á grundvelli auðvaldsskipulags-
ins undir stjórn Framsóknar verður að fagurofnum
fjötri á alþýðu ti! sjávar og sveita, hún verður á sama
tíma — á síðustu 5 árum, á grundvelli sosialismans,
undir forustu kommúnistaflokksnis í Rússlandi, að
hinni voldugustu lyftistöng framfara og frelsis fyrir
hina fyrrum þjáðu og menntunarsnauðu bændastétt
Rússlands. Þetta er munurinn á kapitalistiskum sam-
vinnufélagsskap og sosialistiskri samvinnu.
Þarf frekari sannanir fyrir því undir hvaða skil-
yrðum og undir hverra forustu samvinnan getur orð-
ið þáttur í frelsishreyfingu hinna fátæku til að varpa
af þeim oki auðvaldsins og skapa sér nýjan, heim —
og undir hvaða skilyrðum og undir hverra forustu hún
verður lyftistöng hinna ríkustu til að græða á þeira
fátækustu á sem hagfeldastan og öruggastan hátt.
V. Kommúnistar, umbætur og
rússneskt gull.
Þá kemur J. J. að því að rekja það hve litla frægð-
arsögu kommúnisminn eigi að baki sér. „Hann hefir
ekki bætt vöruverðið“ — og hvernig gengur hr. J. J.
og samvinnuburgeisunum að ráða við mjólkurokrið í
Rvík — 4 ár í landsstjórn? Kommúnisminn skapaði
hinsvegar fyrsta kaupfélag landsins, sem verzlar ein-
göngu gegn staðgreiðslu og lækkar vöruverðið —
Kaupfélag verkamanna í Vestmannaeyjum — og í
Rvík hafn nú tvö kaupfélög verið stofnuð eftir þeirri
fyrirmynd — þó þau beri í sér þá hættu, að geta spilst,
mcð því að vera ckki píettabaráttufélög.---„Hann
hefir ekki aukið ræklun landsins, ekki brúað ár eða
lagt vegi, ekki komið '.pp verksmiðjum“, — en það
eru nú samt kommúnistiskir verkamenn, sem eiga sinn
hluta í þessum mannvirkjum öllum saman, því J. J.
85
L