Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 3
vinarins og- þykjast vilja berjast fyrir hagsmunum
bænda og verkamanna,
Jónas frá Hriflu hefir sýnt það áður sem dómsmála-
ráðherra, að hann var óliræddur við að beita ofbeldi
gegn verklýðshreyfingunni og útbreiðslu sósíalismans,
bæði með brottrekstri kommúnista úr menntastofnun-
um og með lögregluárásinni í garnaslagnum, fangels-
un kommúnistanna út af atvinnuleysisbaráttunni o. fl.
En honum er ekki síður lagin hin aðferðin, sem auð-
valdinu nú kemur bezt, að reyna að blekkja einmitt
hina i'átæku til fylgis við hina ríku — og þeirri aðferð
reynir hann að beita í grein sinni um „kommúnisma
og samvinnu“ í nýútkomnu hefti „Samvinnunnar“. —
Þykist hann þar leiða „rök að því, sem ekki verða hrak-
in, að kommúnisminn getur ekki orðið nema til óláns
og óhamingju fyrir þjóðina, en samvinnan er aftur á
móti brúin yfir til vaxandi gengis fyrir einstaklinga og
þjóðarheildina“ (bls. 79). Skal nú þessi grein hans og
röksemdaleiðsla tekin fyrir lið fyrir lið. Oss finnst rétt
að gera honum það hátt undir höfði, þar sem vitanlegt
er, að fjöldi róttækra sveitamanna lítur enn til þessa
manns sem foringja í baráttu gegn íslenzka auðvaldinu,
og á hann þá trú sérstaklega að þakka hinni framúr-
skarandi heimskulegu og oft sérstaklega níðingslegu en
samt álíka óverðskulduðu árásum Morgunblaðsins á
hann. —
I. Er samvinnan að sigra auðvaldið?
J. J. byrjar með því að lofa mjög þær umbætur, sem
samvinnan hafi komið á hér á landi, og heldur svo á-
fram: „Og það sýnist sannarlega ekki útlit fyrir að hér
sé um stöðvun að ræða. Samvinnan tekur þar ný og ný
verkefni. Kaupmanna- og útgerðarmannavaldið hefir
hrunið víða um land, síðan kreppan tók að þrengja
að“ (bls. 62). Og hann álítur einu hjálpina vera sam-
vinnuna.
67