Réttur - 01.05.1933, Page 59
félag um sölu á fiski svo að þeir geti ráðið og reger-
að á fiskmarkaðnum og sett smáútgerðarmö .num
stólinn fyrir dyrnar? Hvað ætli þessir menn hafi
stigið stórt spor í áttina til réttlátari skiftingar á
auðnum með þessu samvinnufélagi ?
Samvinnufélagsskapurinn getur orðið vopn í hendi
fjárplógsmanna og hlýtur að verða það á meðan
arðránsþjóðfélagið ríkir, og hún getur orðið öflugt
vígi fyrir verkamanna- og bændastjórn við uppbygg-
ingu á sósialistisku þjóðfélagi, sem grundvallað er
á sameign alls vinnandi lýðs eins og greinilega hefir
komið í ljós á Sovét-Rússlandi.
En athugum nú nánar möguleikana fyrir stofnun
samvinnubyggða hér á landi undir núverandi kring-
umstæðum. Eftir frumvarpinu er um stofnun nýbýla
að ræða, jarðirnar, sem ætlaðar yrðu fyrir samvinnu-
býlin, yrði ríkið að kaupa og leigja þær aftur út til
byggðafélaganna. Ef dalabóndinn tæki sig upp af
koti sínu og flytti sig búferlum niður á sléttlendið,
þar sem samvinnubyggðin ætti að standa, yrði hann
svo að segja eignalaus maður. Hann kæmi með ef til
vill eina belju og tuttugu ær. Það er allur hans bú-
stofn. Enginn myndi kaupa kotið, sem hann skildi
við, svo að öll sú vinna, sem hann hefir lagt í rælct-
un og húsabætur fer þannig forgörðum, auk verðs-
ins, sem hann í upphafi hefir gefið fyrir kotið. Svo
á hann nú að leggja stórfé (á hans vísu) í húsa-
byggingar og ræktun á nýbýlinu. Þetta fé er ætl-
ast til að hann fái sumpart að láni hjá ríkinu eða
hjá bönkunum með ábyrgð ríkissjóðs. Þessi lán yrðu
vafalaust ekki með betri kjörum heldur en lán
Kreppulánasjóðs eða 4% árlega. Upphæðin yrði
minnst 10—20 þús. krónur til ræktunar og húsa-
byggingar. Vextirnir einir næmu því 4—800 krón-
um á ári, en það samsvarar eftir núgildandi verðlagi
50—100 dilkum að hausti, og er þá gert ráð fyrir
að lánið standi afborgunarlaust fyrstu árin. Þá er
123