Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 41
Unglingarnir stálpuðust og urðu að ungum mönn-
um. Þeir héldu áfram að láta sér leiðast. Þeir vildu
lifa, en lífið átti ekkert rúm fyrir þá. Þeir voru syn-
ir embættismanna á eftirlaunum, gjaldþrota kaup-
manna, liðsforingja, sem fallnir voru við Verdun og
af skorti mergsoginna klerka. Með svangan niaga
eyddu þeir tímanum í danssölunum, í von um, að
þeirra biði hylli einhverrar æfintýralegrar Ameríku-
drósar; þeir sáu kvikmyndir af hersýningum Friðriks
mikla, stunduðu félagsskap allt of auðtrúa stúlkna,
og þá dreymdi um nýtt stríð. Þá langaði til að leika
sér að hvellbaunum og komast í undursamleg æf-
intýri.
Tilveran varð með hverjum deginum erfiðari. At-
vinnuleysingjarnir gengu í sjóinn, bundu snöru um
háls sér eða opnuðu gasleiðslumar. Fólkið hneig nið-
ur á götunni af hungri. Það var orðið ólíft í landinu.
Leifturrákum af rauðum eldtungum brá fyrir á torg-
um borganna.
Þá var það, að herra Hugenberg safnaði saman
öllum kóngum Þýzkalands: kolakóngum, járnkóng-
um, rafmagns- og litarefnakóngum . . . Og þannig
varð Adolf Hitler til, vesældar-aumingi, sem það átti
fyrir að liggja, að verða kanzlari ríkisins. I Berlín
er stórt og ljótt torg, sem heitir Alexanderplatz . ..
Þar spásséra melludólgar og vasaþjófar, lögreglu-
þjónar og pútnamæður, eiturlyfjasalar, lögreglusnuðr-
arar, hylmarar og alls kyns óþokkalýður. Strákarnir,
sem áður flæktust á götunni með marglitar húfur á
kollunum, gerðu sig nú heimakomna á þessum stað.
Heimagangarnir á pútnaknæpum óþrifahverfanna
þekktu Horst Wessel mjög vel. Hann naut þrefaldrar
frægðar, sem elskhugi, ættjarðarvinur og skáld. Kær-
asta Horst Wessel var vændiskona. Sumir kölluðu
hana Lutzi, aðrir Mitzi. Þesskonar stúlkur hafa jafn-
mörg nöfn og þær eiga bros. Þessi bjó yfir dugnaði
og hæfileikum í sinni iðn, og hún elskaði hinn hug-
105