Réttur


Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 32

Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 32
verkamanna, undir stjórn atvinnurekandans, þar sem vægðarlaust hefir verið gripið inn í vinnubrögð þeirra og persónulegt líf þeirra ofurselt. Það er einmitt þetta ástand, sem kommúnisminn ætlar að afnema. Hann skapar samtök verkamann- anna, sem eru frjáls af oki atvinnurekandans, — og hann skapar bændunum frelsi til einstaklingsrekst- urs, þar sem þeir óska eftir honum, og hjálpar þei'm til samyrkjubúskapar, — einmitt á grundvelli frjálsr- ar samvinnu — þar sem þeir aðhyllast hann. Og við vantreystum ekki íslenzkum bændum, sem á 50 síð- ustu árum sköpuðu þó þá kaupfélagshreyfingu, sem flutti J. J. í valdastól íslands, að finna bráðlega kosti samvinnubúskaparins fram yfir einyrkjahokrið. — Það sýnir sig því, að mótbárur J. J. gegn komm- únismanum, sem áttu að stöðva framrás hans í sveit- unum og rota hann andlega einkum við þessar kosningar, eru afhjúpaðar sem rökvillur eða stað- iausir stafir. Það mein, sem þjáir mannkynið nú, — eignarréttur auðmannastéttarinnar á framleiðslu- tækjum og afurðum heimsins — meinið, sem veld- ur því að miljónir manna — þessara drottnara nátt- úrunnar — vera að svelta mitt í allsnægtum verald- arinnar, — það mein getur kommúnisminn einn læknað — með því að afnema þennan eignarrétt, veita verkamönnum og vinnandi bændum sjálfum yfirráðin yfir auðlindum heimsins, svo þeir njóti sjálfir þeirra voldugu gæða, sem náttúran, hugvitið og vinnuaflið í sameiningu veita — og nú verð.a mannkyninu til bölvunar einnar, sakir hins vitfirrta skipulags, sem ríkir. Og kommúnisminn hefir nú þeg- ar sannað þetta með 15 ára reynslu í Rússlandi. VII. Og hvað er þá Jónas frá Hriflu? ,,Er hann nú undir niðri ekki kommúnisti, samt?“ — spyrja stundum tortryggnir bændur og róttækir 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.