Réttur - 01.05.1933, Page 32
verkamanna, undir stjórn atvinnurekandans, þar
sem vægðarlaust hefir verið gripið inn í vinnubrögð
þeirra og persónulegt líf þeirra ofurselt.
Það er einmitt þetta ástand, sem kommúnisminn
ætlar að afnema. Hann skapar samtök verkamann-
anna, sem eru frjáls af oki atvinnurekandans, — og
hann skapar bændunum frelsi til einstaklingsrekst-
urs, þar sem þeir óska eftir honum, og hjálpar þei'm
til samyrkjubúskapar, — einmitt á grundvelli frjálsr-
ar samvinnu — þar sem þeir aðhyllast hann. Og við
vantreystum ekki íslenzkum bændum, sem á 50 síð-
ustu árum sköpuðu þó þá kaupfélagshreyfingu, sem
flutti J. J. í valdastól íslands, að finna bráðlega kosti
samvinnubúskaparins fram yfir einyrkjahokrið. —
Það sýnir sig því, að mótbárur J. J. gegn komm-
únismanum, sem áttu að stöðva framrás hans í sveit-
unum og rota hann andlega einkum við þessar
kosningar, eru afhjúpaðar sem rökvillur eða stað-
iausir stafir. Það mein, sem þjáir mannkynið nú, —
eignarréttur auðmannastéttarinnar á framleiðslu-
tækjum og afurðum heimsins — meinið, sem veld-
ur því að miljónir manna — þessara drottnara nátt-
úrunnar — vera að svelta mitt í allsnægtum verald-
arinnar, — það mein getur kommúnisminn einn
læknað — með því að afnema þennan eignarrétt,
veita verkamönnum og vinnandi bændum sjálfum
yfirráðin yfir auðlindum heimsins, svo þeir njóti
sjálfir þeirra voldugu gæða, sem náttúran, hugvitið
og vinnuaflið í sameiningu veita — og nú verð.a
mannkyninu til bölvunar einnar, sakir hins vitfirrta
skipulags, sem ríkir. Og kommúnisminn hefir nú þeg-
ar sannað þetta með 15 ára reynslu í Rússlandi.
VII. Og hvað er þá Jónas frá Hriflu?
,,Er hann nú undir niðri ekki kommúnisti, samt?“
— spyrja stundum tortryggnir bændur og róttækir
96