Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 56
grundvelli var á sínum tíma leitað samstarfs við>
„umbótarflokkinn“ í kaupstöðunum, Alþýðuflokkinn.
Bændur almennt börðust með eldlegum áhuga fyrir
stofnun kaupfélaga, er þeir trúðu, að gæti tryggt
þeim sannvirði fyrir afurðir búsins og hagkvæmari
kaup á erlendum vörum. Einnig fátækari bændur
skoðuðu þetta sem sinn félagsskap. Framleiðsla þeirra
er af skornum skammti, og má því öllu til skila
halda, að þeir ekki svelti beinlínis á búum sínum..
Kaupmennirnir höfðu leikið þá grátt. Ef nokkuð
bar út af, ef þeir urðu fyrir óhöppum um sauðburð-
inn og nokkur lömb drápust, þá þýddi það aukna
skuld við kaupmanninn og minnkaða úttekt að
hausti, minni matarforða fyrir fjölskylduna undir
veturinn. — Þessir bændur áttu einn einasta óvin,
fyrir utan grasbrest og hordauða, og það var kaup-
maðurinn, því að inni á kontór hjá honum voru ör-
lög þeirra og afkoma ákveðin. —- Samvinnumönnum
tókst mætavel að vinna þessa menn til fylgis við sig-
Þeir þurftu ekki annað en benda á kaupmanninn sem
upphaf alls ills; ef hans valdi yrði hnekkt, þá væri
þeim borgið um tíma og eilífð.
Hér skal ekki farið út í að rekja sögu kaupfélag-
anna né skýrt frá baráttu þeirra við kaupmannavald-
ið; en svo fóru leikar, að kaupfélögin skipa nú önd-
vegið í sveitunum og fara nú með þau völd, sem kaup-
maðurinn hafði áður. En hvar eru nú verkin, sem
tala um velmegun í sveitum landsins? Fátækari
bændum veitist að minnsta kosti auðvelt að svara
þeirri spurningu. Þeir stynja nú sárast undan krepp-
unni, sem kaupfélögin eiga að vísu ekki sök á ein út af
fyrir sig, en voru heldur ekki megnug að ráða niður-
lögum hennar. Þeir hafa komizt að raun um, að það
var ekki ,,kaupmannavaldið“ eitt og einangrað, sem
sök átti á öllu búskaparbaslinu forðum daga, heldur
auðvaldsskipulagið í heild. Samvinnumenn prédikuðu
á duggarabandsárum sínum, að samvinnufélögini
120