Réttur


Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 56

Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 56
grundvelli var á sínum tíma leitað samstarfs við> „umbótarflokkinn“ í kaupstöðunum, Alþýðuflokkinn. Bændur almennt börðust með eldlegum áhuga fyrir stofnun kaupfélaga, er þeir trúðu, að gæti tryggt þeim sannvirði fyrir afurðir búsins og hagkvæmari kaup á erlendum vörum. Einnig fátækari bændur skoðuðu þetta sem sinn félagsskap. Framleiðsla þeirra er af skornum skammti, og má því öllu til skila halda, að þeir ekki svelti beinlínis á búum sínum.. Kaupmennirnir höfðu leikið þá grátt. Ef nokkuð bar út af, ef þeir urðu fyrir óhöppum um sauðburð- inn og nokkur lömb drápust, þá þýddi það aukna skuld við kaupmanninn og minnkaða úttekt að hausti, minni matarforða fyrir fjölskylduna undir veturinn. — Þessir bændur áttu einn einasta óvin, fyrir utan grasbrest og hordauða, og það var kaup- maðurinn, því að inni á kontór hjá honum voru ör- lög þeirra og afkoma ákveðin. —- Samvinnumönnum tókst mætavel að vinna þessa menn til fylgis við sig- Þeir þurftu ekki annað en benda á kaupmanninn sem upphaf alls ills; ef hans valdi yrði hnekkt, þá væri þeim borgið um tíma og eilífð. Hér skal ekki farið út í að rekja sögu kaupfélag- anna né skýrt frá baráttu þeirra við kaupmannavald- ið; en svo fóru leikar, að kaupfélögin skipa nú önd- vegið í sveitunum og fara nú með þau völd, sem kaup- maðurinn hafði áður. En hvar eru nú verkin, sem tala um velmegun í sveitum landsins? Fátækari bændum veitist að minnsta kosti auðvelt að svara þeirri spurningu. Þeir stynja nú sárast undan krepp- unni, sem kaupfélögin eiga að vísu ekki sök á ein út af fyrir sig, en voru heldur ekki megnug að ráða niður- lögum hennar. Þeir hafa komizt að raun um, að það var ekki ,,kaupmannavaldið“ eitt og einangrað, sem sök átti á öllu búskaparbaslinu forðum daga, heldur auðvaldsskipulagið í heild. Samvinnumenn prédikuðu á duggarabandsárum sínum, að samvinnufélögini 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.