Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 63
blekkingar. Baráttan á vinnustöðvunum vex. Leyni-
blöð kommúnista ganga mann frá manni, þrátt fyrir
allar áskoranir Göbbels í útvarpinu um að kæra þá,
sem fá manni blöð. Þrátt fyrir ógurlegustu ofsóknir
og sífelda lífshættu halda kommúnistar áfram leyni-
starfi sínu og sýna í því slíkan hetjuskap, að sjald-
gæfur er, jafnvel í sögu verklýðshreyfingarinnar,
sem samt er rík af slíkum hetjudáðum f jöldans.
Öngþveiti Hitlersstjórnarinnar vex með degi hverj-
um. Einangrunin út á við er að heita má fullkomin.
Jafnvel við ,,frændþjóðina“ austurrísku er nú næst-
um stríðsástand og aðeins tímaspuming hvenær upp
úr logar. Danzig hefir nasistastjórnin nú lagt undir
sig og skapast þar ,með eitt ófriðarefnið við Pól-
land. Og inn á við fer ástandið síversnandi. Jafnvel
blöð stóriðnaðarins viðurkenna að með áframhaldi
þeirrar viðskiftastefnu, að gera Þýzkaland sjálfu
sér nóg, hljóti eymdin að vaxa, ýmiss útflutnings-
iðnaður að leggjast niður og alþýðan að sökkva nið-
ur á afarlágt stig lífskjara. Blaðið talar um „rústirn-
ar“, sem þessi stefna hljóti að skapa og er samt
fylgjandi henni. Það er hirt óbeina viðurkenning á
að auðvaldið geti ekki — meira að segja heldur
ekki í „þriðja ríkinu“ — skapað annað en rústir.
Óánægjan vex svo ört, að jafnvel stormsveitir
Hitlers rísa upp gegn stjórninni og er nú tekið að
afvopna þær. —
Byltingahreyfing verkalýðs og bænda er nú svo
sterlc víðast hvar í heiminum að valdhafarnir grípa
til hinna svívirðilegustu réttarofsókna til að kæfa
hana niður. í frönsku nýlendunni Annam hafa marg-
ir byltingamenn verið dæmdir til dauða eingöngu
fyrir starfsemi í kommúnistaflokknum, einkum að
því að heimta uppgjöf skatta og skulda fyrir bænd-
ur. I Kuba, þar sem stórkostleg verkföll hafa verið
háð, vofir dauðadómur yfir 3 beztu foringjum
verkamanna. jí Ítalíu er verið að reyna að kvelja
127